Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 136
122
TÓBAK, KAFFI, VIN, DANS
[Jöró
atvikum. Hitt er annað mál, að reynslan hefir sýnt það
svo, að fulla þvermóðsku þarf, til að líta fram hjá þvf,
að áfengi er svo vandasamt meðferðar og jafnframt á-
hrifamikiö, að það er meðal allra örlagaþrungnustu
bölvalinda mannkynsins. Hver góður drengur, sem er
sjálfum sér samkvæmur, hlýtur því að taka ríkustu fé-
lagsleg tillit í afstöðu sinni til áfengis. Vegna hinna
mörgu, sem ekki eru menn til, að neyta áfengis öðru
vísi en á kostnað mannlegrar virðingar sinnar og ná-
ungum sínum jafnvel til óverðskuldaðra stórþjáninga,
þá verða hinir að neita sér að meira eða minna leyti um
það frjálsræði gagnvart áfengi, sem að öörum kosti væri
eðlilegast. — Annað sjónarmiö er líka lífsnauösynlegt,
að verði hið fyrsta æsku islands tamt og knýjandi: hvaö
er samboðið virðingu minni sem manns?
Óheillir ofdrykkjunnar eru nú teknar að brjótast út
af nýju um stór svæði hins íslenzka þjóðlífs. Mælt er t.
d. að reykvískar konur hafi þaö viö orð, að algáð fólk
sé ekki hafandi á dansleik; það sé svo »krítískt«. Vitan-
lega er það fólk líka reykvískt, sem talað er um, í fullri
ósk að útiloka. Hvernig ætli þeir dansleikir yrðu annars?
Hér teljum vér að vísu ekki ástæðu til að fara lengra út
í það mál, þó að vér vörpum spurningunni aðeins fram.
í þess stað snúum vér os að síöustu spurningunni:
Á MANNLEGT líf nýtandi verðmæti í dansi? Margt
eldra fólk og sumt yngra myndi svara því neitandi. Og
yrði formælendur skemmtunar þessarar krafðir til
sagna, þá myndi líklega einnig fjöldi þeirra telja sig
knúöa til að neita spurningunni; þykjast til neyddir að
játa, að dansinn sé bara nokkurs konar eiturnautn, þó
að lífinu sé hinsvegar svo hlálega varið, aö ekki sé un-
andi við það nema eitri kryddað.
Dansinn á þetta ekki skilið. Hann er í eðli sínu nátt-
úrleg framrás barnslegs fjörs, sem með hverjum heil-
brigöum manni býr. Og eins og annað, sem á sér nátt-
úrlegan stofn, getur hann tekið ræktun, menntun, og
orðið íþrótt, list — helgast. Dans á að vera almenn list-