Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 181
Jörð] HINN ALMENNI MENNTASKÓLI 165
menn. Það virðist því ekkert liggja beinna við en að skóli
sá, er snýr sér beint að menntun manna, í eiginlegustu
merkingu, sé sameiginlegur öllum landsins börnum. Það
er afar áríðandi atriði til innbyrðis viðkynningar og sam-
úðar, heilbrigðs jafnaðar, í þjóðfélaginu.
Það skyldi reynast frjóvgandi aðferð hæfileikum þjóð-
arinnar og þjóðlífinu yfirleitt. Vér leggjum því til, að hér
verði um að ræða almenna slcólaslcyldu, sem hver íslenzk-
ur æskumaður, undantekningarlaust að kalla, verði að
inna af höndum — réttnefndur almennur menntaskóli.
Sérnám gætu menn stundað bæði á undan og eftir — að
einhverju leyti kannske í sjálfum skólum þeim, sem hér
er um að ræða, sem frjálst framhaldsnám og aukanám.
ÞEGAR leita skal nánari skilnings á því, á hvern hátt
hinn almenni menntaskóli — vér notum nafnið um skóla-
hugsjón þá, sem grein þessi fjallar um — megi starfa til-
tölulega markvisst að takmarki sínu: að leggja undirstöð-
una að gagngerðri menntun hverrar nýrrar kynslóðar í
landinu að því leyti, sem koma má skóla við — þá verður
fyrst að festa sér í minni, að menntun er ræktun allra
eðliskosta, er með manninum búa og gera hann hæfan til
þátttöku í hverskonar eðlilegu samfélagi. Því næst er að
gera sér grein fyrir, hverjir séu hinir helztu þættir sam-
félags þessa. Og vii’ðist oss í fljótu bragði að rekja megi
það í þessa aðalþætti: 1) tvímenning, 2) heimili, 3)
byggðarlag, 4) þjóðfélag, 5) mannkynið, 6) trúfélag, 7)
önnur félög. Verður að hafa sérstaka hliðsjón af þessum
atriðum félagslífsins, þegar reynt er að glöggva sig á,
hverjir eru hinir mikilvægustu eðliskostir í fari manna,
þeir, er skólanum er ætlað að hlúa að og leiða áleiðis til
þroska.
SKAL þá fyrst vikið fáeinum orðum að réttmæti fram-
angreindrar flokkunar á félagslífsatriðunum.
Tvimenningur getur verið innilegast og mest gagntak-
andi af öllu samíélagi. »Saman okkar sálir runnu; sama