Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 220
204
BLÁEYGÐI DRENGUEINN, JOHN
[Jörð
Bláeygði drengurinn John.
Úr „San Michele“ eftir AXEL MUNTHE.
Ragnar Ásgeirsson þýddi.
r
E G S A T viö morgunverðinn og las í Figaró. Ekkert
eftirtektarvert. En allt í einu varö mér litið á svo-
hljóðandi grein, með feitu letri yfir.
ógeðslegt mál!
Madame Requin, heldri kona í Rue Granet, hefir verið
tekin föst í tilefni af því, að ung stúlka, sem hjá henni
var, hefir dáið með grunsamlegum hætti.
Einnig hefir verið gefin út skipun um að taka útlend-
an lækni fastan í sambandi viö þetta mál, en menn halda
aö hann hafi flúið úr landi. Madame Requin er þar að
auk ákærð fyrir, að mörg börn, sem henni hefir verið
trúað fyrir, hafa horfið með öllu.
Ég missti blaöið. Madame Requin, Rue Granet! Ég
hafði séð svo mikla eymd, og séð svo marga sorgarleiki
síðustu árin, að ég var búin að gleyma þessu öllu. Þegar
ég sat þarna og horfði á greinina í Figaró, þá mundi ég
eftir þessu öllu eins og það hefði skeð í gær, en ekki
fyrir þrem árum síðan; þessa leiðindanótt þegar ég
kynntist Md. Requin. Mér þótti vænt um að sjá að þetta
vandræðakvendi var loksins komin í fangelsi. Ég minnt-
ist þess líka með ánægju, að þessa nótt hafði ég bjargað
tveim manneskjum, móður og barni, frá því að verða
myrtar af henni og þessum lækni, sem var í vitorói með
henni. En allt í einu skaut annari hugsun upp í heila
mínum. Hvað hafði ég gert fyrir þessar tvær manneskj-
ur, sem ég bjargaði? Hvað hafði ég gert fyrir þessa ungu
móður, sem annar maður hafði yfirgefið, þegar hún
þurfti mest á honum að halda?
John! John! hafði hún hrópað í gegnum klóróform-
svefninn, meö angistarrödd — John! John!
Hafði mér farið betur en honum? Hafði ég ekki líka
yfirgefið hana, einmitt þá stundina þegar hún þurfti