Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 233
Jcirð]
BLÁEYGÐI DRENGURINN, JOIIN
217
vega hjúkrunarkonu til að hjálpa Rósalíu, en frúin af-
tók það. Hún grátbændi mig um að fá að hjúkra honum
sjálf — og ég varð að láta undan. í rauninni þá gat ég
ekki annað gert, því undireins og hún fór út úr herberg-
inu, varð drengurinn órólegur, — jafnvel í svefni. Rósa-
lía varð að sofa uppi í loftherberginu, hjá eldhússtúlk-
unni, en dóttir hertogans svaf nú í rúmi hennar í her-
bergi drengsins. — Nokkrum dögum seinna fékk hann
dálitla lungnablæðingu og hitinn varö meiri. — Þaö var
auðséð að veikin myndi ekki verða langvarandi.
— Hann á víst ekki langt eftir, sagði Rósalía og héit
vasaklútnum i'yrir augun — hann er strax orðinn eins
og engill.
Honum þótti vænt um að fá að sitja í kjöltu hinnar
góðu hjúkrunarkonu, á meðan Rósalía bjó um rúmið
hans undir nóttina. — Mér hafði alltaf fundizt John
vera góður, lítill drengur — en mér hafði aldrei þótt
hann fríður. En þegar ég horfði á hann nú, fannst mér
andlit hans mikið breytt, augun voru orðin stærri og
dekkri. Hann var orðinn óvenju fallegur drengur — fag-
ur sem ímynd ástarinnar — eða máske dauðans. Ég
horfði á andlitin bæði — kinn við kinn. Augu mín undr-
uðust. Var það mögulegt, aö hinn óendanlegi kærleikur,
sem Ijómaði frá hjarta þessarar góðu konu til þessa
deyjandi barns, gætu ummyndað andlitsdrætti þess og
fengið þá til að líkjast hennar eigin. Varð ég enn einu
sinni vitni að einni af hinum mörgu furðum lífsins'? —
Eða var það dauðinn; — myndhöggvarinn mikli, sem
var byrjaður aö móta og fegra þetta barnsandlit, með
meistarahendi sinni, áður en hann léti augu þess aftur
í síðasta sinn?
— Sama ennið, sömu yndislegu augnabrúnirnar, sömu
löngu, svörtu augnahárin. — Jafnvel munnurinn var
hinn sami; ef aðeins varirnar Iiefðu brosað, eins og ég
sá varir hennar gera, eitt kvöld, þegar hann sagði upp
úr svefninum orðið, sem öll börn elska að segja og allar
konur elska aö heyra: Marnrna! Mamma.
I-Iún lagði hann í rúmið aftur, nóttin hafði verið hon-