Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 127
Jórð] LÆIÍNING HJARTABILUNAR 113
Læknandi áhrif líkamsæfinga og annarrar heppilegr-
ar áreynslu fara, sem sagt, fram meö þeim hætti, aö
hjartavöðvinn styrkist eins og hver annar vöðvi af hinni
auknu blóösókn. En þó ekki með þeim hætti einum. All-
ir vöðvar líkamans hjálpa hjartanu til. Þegar vöðvarnir
vaxa yfirleitt við skynsamlega, aukna áreynslu, þá taka
þeir þeim mun meira verk af hjartanu.
Þvert á móti slíkri þátttöku verkar það, þegar melt-
ingarfærunum er ofætlað. Og er það mjög örlagaþrung-
in yfirsjón, þegar svo stendur á. Maður með hjartabilun
verður því að varast það eins og heitan eld, að neyta
meiri matar en hann meltir með hægu móti. Sömuleiðis
tormeltar fæðutegundir (eins og baunir, nýtt eða klesst
eða blautt rúgbrauö, blóðmör, rjómakaffi, kökur, yfir-
leitt allt, sem gegnsteikt eða gegnsoðið er með feiti, eink-
um þess háttar mélmat). Enn fremur verður að sneiða
hjá mat, sem leiðir til hægðatregðu, þegar neytt er svo
nokkru nemur (t. d. hvítt hveitibrauð, kökur, ostur o.
fl.) Enn er reynt óhæfilega á veilt hjarta, þegar neytt
er, svo nokkru nemi, fæðutegunda og nautnameðala, sem
krefjast mikillar ræstingarstarfsemi af hálfu blóðrásar-
innar — hjartans (sbr. næsta grein á undan).
Hins vegar styrkíst hjartað eins og hver annar lík-
amshluti af blóðbætandi áhrifum alhæfs, náttúrlegs mat-
aræðis og góðs lofts og góðrar öndunar.
Köld böð verður að nota með ítrustu varúð til að
byrja með — nema maðurinn sé þeim þaulvanur. Og á
þó varúð einnig við þá fyrst um sinn.
LÍKAMSÆFING og bætt mataræði eru þannig aðal-
atriði til að lækna hjartabilun. Þriðja undirstöðuatriði
er og um að ræða: almennt sálarlegt viðhorf mannsins.
óþægilegar geðbreytingar hafa hin verstu áhrif á hjart-
að. Hjá þeim verður ekki komizt nema með því, að verða
jafnlyndur maður sjálfur. óbogið jafnlyndi næst ekkl
nema bjartsýni og víðsýni verði ráðandi í manninum,
svo að hann vegna stórrar sýnar haldi gleði sinni fyrir
8