Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 227
BLÁEYGÐI DRENGURINN, JOHN
211
Jörð]
frekar nú en nokkru sinni áöur. — Betra aö fresta sam-
talinu þangað til í fyrramálið.
Meðan ég sat viö morgunmatinn datt mér allt í einu
í hug, að hagsýnast væri aö segja henni upp skriflega.
Ég settist niður að skrifa, en var varla byrjaður þegar
Rósalía kom inn með miða, sem Mamsell Agata hafðí
skrifað á. Á honum stóð, að engin heiðarleg kona gætí
sætt sig við að vera hjá mér einn einasta dag eftir þetta
og að hún heföi ákveðiö að fara eftir hádegið í dag, og
að hún vonaði að sjá mig aldrei aftur; — einmitt sömu
oröin sem ég ætlaði að skrifa henni.
Svo fór ég út í borgina og keypti barnarúm og ruggu-
hest — í þakklætisskyni fyrir að hafa losnað við kven-
skassið af heimilinu. Rósalía var eintómt sólskin af
ánægju og mér virtist John vera ánægður með hinar
nýju kringumstæður, þegar ég heilsaði upp á hann um
kvöldið, þegar hann var háttaður í nýja rúmið. Sjálfur
var ég ánægður eins og skóladrengur, sem nýbúinn er að
fá frí.
Því ég hafði aldrei frístundir. Ég vann, erfiðaði frá
morgni til kvölds; ekki einasta með sjúklinga mína, held-
ur einnig með sjúklinga annara lækna, því félagar mínir
ráðguðust oft við mig, og kölluðu mig oft til mjög veikra
manna til þess að koma nokkru af ábyrgðinni á mínar
herðar. Og ég var aldrei smeikur við að bera ábyrgð,
það var ein af orsökunum til þess, hve vel mér gekk. Og
svo auðvitað líka, að ég var heppinn með sjúklinga mína,
svo framúrskarandi heppinn að ég var nær því farinn
að halda, að ég ætti einhvern verndargrip — mascot —
í húsinu. Og meira að segja fór mér að sofnast betur,
síðan ég hafði vanið mig á að fara og horfa á litla blá-
eygða drenginn, áður en ég fór að hátta.
Prestsfrúin enska hafði að vísu kvatt mig fyrir fullt
og allt, en í hennar stað komu margir aðrir. Svo mikill
ljómi var þá um nafn Prófessor Charcot, að dálítið af
þeirri birtu endurskein á mig og aðra, sem höfðu að-
stoðað hann. Englendingar virtust halda, að þeirra eigin