Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 234
218
BLÁEYGÐI DRENGURINN, JOHN
[JÖl'ð
um erfið, og: hún vék ekki frá honum. Undir morguninn
var eins og hann andaði léttara og hann sofnaði. Ég
minnti hana á, að hún hefði lofað að hlýða mér, og fékk
hana með erfiðismunum til að leggja sig út af litla
stund. — Þegar ég kom aftur um dögun, hvíslaði Rósa-
lía að þau svæfu bæði tvö.
— Lítið þér á hann! — hvíslaði hún, — hann dreymir!
Andlitið var rólegt og varirnar brostu. Ég lagði hend-
ina að hjartastað hans. Hann var dáinn. Ég leit frá
andliti hins brosandi drengs og á andlit hinnar sorg-
mæddu, fögru konu. Það var sama andlitið.
Hún þvoði litla líkamann, kyssti örið á handleggnum
einu sinni enn og klæddi hann í síðasta sinn. Rósalía
fékk ekki einu sinni að hjálpa til að leggja hann í kist-
una. — Hún bað mig grátandi að skrúfa ekki lokið á
kistuna, fyrr en næsta dag. Ég sagði henni að hún þekkti
biturleik lífsins, en ekki Dauðans, en ég þekkti hvoru
tveggja. Ég sagði henni að andlit dauðans væru tvö.
Annað fagurt og rólegt, en hitt ljótt og óvingjarnlegt.
Drengurinn hefði kvatt lífið með bros á vör. Dauðinn
myndi ekki láta það haldast lengi. Kistunni yrði að loka
í kvöld. Hún hneigði höfuðið og sagði ekkert.
Þegar ég lagði lokið yfir, fór hún að gráta og sagðist
eiga svo bágt með að skilja við hann, og gæti ekki vitað
af honum aleinum í framandi kirkjugarði.
— Hversvegna skilja við hann, sagði ég, hversvegna
ekki taka hann með yður heim — hversvegna ekki fara
með hann með yður á lystisnekkjunni og jarða hann í
kirkjugarðinum yðar litla í Kent?
Get ég? Má ég það? spurði hún ánægjulega.
Það er hægt að koma því þannig fyrir, — við skulum
koma því þannig fyrir, sagði ég; ef þér aðeins lofið mér
að skrúfa lokið á núna. Við megum enga stund missa,
því þá verður hann fluttur í kirkjugarðinn hér í fyrra-
málið.
Þegar ég lyfti lokinu, lagði hún bláar, ilmandi fjólur
við vanga hans. — Ég á ekkert annað til að gefa honum,