Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 221
Jörð]
BLÁEYGÐI DRENGURINN, JOHN
205
rnín mest við. Hvílíkar sálarkvalir hefir hún ekki orðið
að þola, áður en hún hneig meðvitundarlaus niður (
hendur Md. Requin og hinum samvizkulausa manni, sem
myndi hafa drepið hana ef ég hefði ekki verið við? Og
að vakna upp aftur til hins hranalega veruleika í kring-
um hana? Og hið hálfkæfða barn, sem horfði á mig með
bláu augunum sínum, þegar það dró andann í fyrsta
sinn af hinu lífgandi lofti sem ég blés inn í lungu þess
úr munni í munn? Hvað hafði ég gert fyrir hann? Ég
hafði tekið hann úr miskunnsömum faðmi dauðans og
kastað honum í krumlurnar á Md. Requin!
Hve mörg börn, höfðu ekki þá verið búin að sjúga
dauðann úr iiennar köldu brjóstum? Hvað hafði hún gert
við litla, bláeyga drenginn? Var hann lífs eða liðinn?
Klukkutíma seinna hafði ég fengið leyfi lögreglunnar
til þess að tala við Md. Requin í fangelsinu. Hún þekkti
mig undir eins og bauð mig svo hjartanlega velkominn,
að ég hálf fyrirvarð mig. — Jú, drengurinn væri norð-
ur í Normandí; honum liði þar ágætlega, hún hefði ein-
mitt fengið bréf frá fósturforeldrum hans alveg nýlega
og þau færu með hann eins og hann væri þeirra eigið
barn. Því miður gæti hún ekki frætt mig um heimilis-
fang þeirra, en það gæti verið að maðurinn sinn myndi
það, en þó væri það ekki víst.
Ég var viss um að drengurinn væri dáinn, en til að
láta einskis ófreistað, hótaði ég henni, að ef ég hefði ekki
fengið heimilisfang drengsins áður en 48 stundir væru
liðnar, þá myndi ég kæra hana fyrir barnsmorð og fyrir
að hafa stolið dýrmætri nælu með gimsteinum, sem ég
hafði falið henni til varðveizlu.
Hún kreisti fram tvö tár, úr sínum þurru augum, og
sór og sárt við lagði að hún hefði ekki stolið nælunni,
en aðeins haldið henni eftir til minningar um laglegu,
ungu stúlkuna, sem hún sagðist hafa hjúkrað, eins og
hún hefði verið dóttir sín.
— Þér hafið 48 stundir til umhugsunar! sagði ég um
leið og ég gekk út úr fangaklefanum.
Eftir rúman sólarhring kom eiginmaðurinn — herra