Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 73
Jörö] KRISTUR Á VEGUM INDLANDS 67
st.æðilegt, eins og hindúinn, fundarstjórinn, sem ég var
að segja frá, varð var við.
Er ég tala um vitnisburð varanna, þá er það ekki svo
að skilja, að mér sjáist yfir, að hann verður að eiga lífið
að bakhjalli. »Þessi maður, sem á að tala í dag, stendur
á bak við hvert orð, sem hann segir«, sagði einu sinni
fundarstjóri nokkur, er hann kynnti ræðumann. Hatm
hefði ekki getað sagt neitt ágætara. Vinur minn einn kom
inn í skósölubúð. Kaupmaðurinn, sem var í búðinni, vai*
afar sorgbitinn. Hann hafði misst einkason sinn. Til þess
að hugga hann, sagði vinur minn: »Bróðir minn, munið í
sorg yðar, að Guð er kærleikur!« Það birti yfir andliti
ltiridúans og hann sagði: »Já, ég veit, að Guð er kærleik-
ur«. Vinur minn tók eftir innfjálgi mannsins, er hann
mælti þetta, og spurði: »Hvernig vitið þér að Guð er kær-
leikur?« »Jú«, sagði hindúinn, »ég hefi verið í vinnu hjá
Foy sahib*) í Cawnpore**) og enginn getur verið í vinnu
hjá Foy sahib, án þess að verða viss um, að Guð er kær-
leikur«. Hér var vitnisburður, sem heil æfi var á bak við.
Fagurt líf í fjörutíu ár talaði til indverjans á sorgar-
stundinni.
Kristur, boðaður með skírskotun til reynslunnai*, er
hér um bil ómótstæðilegur Indverjum nútímans, — þegar
ágætt LÍF er að baki orðunum.
*) Snhib: indverskt orö, sem táknar »herra« og- notaö er þar I
landi um málsmetandi Norðurálfumenn. — **) Frb. koonpúúr.
5+