Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 247
Jörð] Á ÍSLAND EKINDl í ÞJÓÐABANDALAGIÐ
281
Á ísland erindi
í Þjóðabandalagið?
G A M A N heföi verið fyrir fsland aö ganga í Þjóða-
bandalagið á 1000 ára aí'mæli Alþingis — hefði þaö
ekki verið innantómt tildurmál — heföi þjóö vor fundið
til þess að hún ætti erindi. Líklega hefir hún ekki fundið
til slíks, úr því að þetta var ekki gert. Þar með er ekki
sagt, að hún hafi ekki átt erindi. ísland á nægilegt erindi
og það' veglegt í Þjóðabandalagið.
Það er ekki von, að hugsunarháttur sá, er lætur sér
ekki detta í hug, að aðrar þjóðir þurfi á neinni veru-
legri hjálp smáþjóðarinnar íslenzku að halda, hafi áttað
sig á, að hún eigi erindi i bandalag hinna stóru og vold-
ugu þjóða. Oss, íslendingum, hættir alltaf svo mjög til
að láta oss ekki detta í hug, að vér eigum neitt erindi,
menningarlega, á fund annara þjóða en það, að læra af
þeim (og það líkt og páfagaukar), nema þá hvað séum
þó svo heppnir, að vera bóklegir (ekki lífrænir eða eðlis-
samir) arfþegar og miðlar hinnar fornnorrænu menn-
ingar.
island á það erindi í Þjóðabandalagið að vera hinum
stóru og voldugu þjóðum til hjálpar. Það á þangað svip-
að erindi og litla barnið, sem Jesús setti einhverju sinni
mitt á meðal lærisveina sinna til að læra af, þegar þeir
höfðu verið að þrátta um, hver þeirra væri mestur. Það
á þangað það erindi að bera vitni því, sem vert er átrún-
aðar, andspænis trúnni á vopnin og vélráðin. Það á það
erindi að vera fulltrúi hjartans gagnvart hagsmuna-
trúnni, er t. d. haldi »kalt og rólega« fram hinni almennu
hjálparskyldu við þá, er líða nauð, hvar í heiminum sem
er; halda »kalt og rólega« fram algerðu réttleysi hern-
aðar og víbúnaðar; halda fram skyldunni til að HÖGGVA
á þá Gordíonshnúta, sem efnishyggja þjóðanna hefir hert
málefni þeirra í og þær megna ekki að leysa. ísland á
í stuttu máli það erindi í Þjóðabandalagið að vera þar