Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 94
88
1 GAMLA DAGA
[Jörö
heimafólk veitti því eftirtekt, og þótti vita á mannaferð-
ir. Skömmu síðar kom Björn Sigurðsson, vinnumaður í
Hrífunesi, hlaupandi niður að ánni. Benti hann okkur
vestur með ánni og hljóp sjálfur vestur með henni norðan
megin. Héldum við þannig áfram samhliða, unz við kom-
umst í kallfæri. Gat hann þá látið okkur heyra að ísspöng
væri á ánni hjá svonefndum Hrossafossi, en þangað mun
vera nær einnar stundar ganga frá Hrífunesi. Reyndist
þetta rétt og urðum við nú allshugar fegnir. Mætumst við
nú hjá ísspönginni, sem reyndar var ekki vel tryggileg
og auð skora eftir henni miðri, sem við gátum þó stokkið
yfir. En ekki var þetta fært hestum, enda var spöngin
svo óslétt, íshnausar og djúpar lægðir á milli.
Fór nú Björn vestur eftir á móti félögum okkar en við
nafnar héldum heim að Hrífunesi.
Bjó þar þá Einar Bjarnason, faðir Jóns í Hemru, síra
Bjarna, er var á Mýrum o. fl. Má af því ráða útlit okkar,
er við þangað komum, að eigi þekkti Einar son sinn í
fyrstu, enda var klakahúð yfir andliti okkar og naumast
þitt, nema fyrir augum og vitum.
Þ A Ð er nú frá förunautum okkar að segja, að er þeir
höfðu staðið um hríð ráðþrota, hjá félaga sínum veikurn,
fóru þeir að leita í pokum sínum, hvort eigi væri þar ögn
að finna til hressingar. Fundu þeir í einum pokanum lít-
inn matarbita og smjör í öskjum. Reyndu þeir til að fá
félaga sinn til að neyta þessa, en tókst það treglega í
fyrstu, en þó lét hann tilleiðast. Hvcrju sem þakka skal,
þá hresstist hann vonum fyrr, svo að þeir gátu haldið á-
fram ferðinni. Veðrið lægði stundarkorn og sáu þeir þá
til ferða Björns, er hann kom vestur með Hólmsá á móts
við okkur nafna, því að hæðir eru norðan árinnar, sem
bera hærra heldur en Sandinn og landið sunnan hennar.
Héldu þeir nú í áttina að Hrossafossi og stytti það leið
þeirra að mun. Komust svo allir heim að Hrífunesi um
sólarlagsbil og urðu menn hver öðrum fegnir, enda var
okkur vel fagnað af heimafólki og Einar bóndi reifur að
vanda. Þaðan var síðan haldið áfram og inn eftir Skaft-