Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 271
Jörð]
NÚTÍMAMENNINGIN
255
eldmóði að guðsríki því, sem Jesús Kristur boðaði né
réttlætinu, sem hann stefndi mannkyni öllu til auðsveipni
við; heldur trúað á hugsjónir girndum blandnar og
kulda. Ekki er hugsað um að þroska mannlega hæfi-
leika í frjálsu samræmi; heldur bæla suma, æsa aðra og
venja enn aðra á vaxtarlag, er hæfir vanskapaðri hug-
sjón ráðandi stétta og almenningsáliti í því og því land-
inu. Á þetta við meira eða minna um öll stórveldi nú-
tímamenningarinnar, þó að nokkuð sé misjafnt, og möi'g
af rninni löndunum ekki síður. í Þýzkalandi var með
fullum vilja og vitund búið að ala þjóðina upp til stór-
mennskuofsa og yfirgangstrúar, hermennskuanda og
hvers kyns menntar, er að gagni gæti komið í hernaði,
svo áratugum skiftir, áður en ófriðurinn mikli skall á.
ÞEGAIt á allt er litiö, sem nú hefir verið talið upp
senx ávöxtur og einkenni nútímamenningarinnar, þá mun
fáa undra, að til dró ófriðarins mikla. Því þó að sumt
af þessu hafi skapazt eftir að honurn lauk, þá er það
allt í sama anda. Áframhald ófriðarþjóðanna er á sömu
vegum, í sömu lífs- og heimsskoðun. Þær hafa ekki ger-
breytzt við hina ógurlegu áminningu; þær hafa ekki
tekið sinnaskiftum; þær trúa ekki á nálægð himnaríkis,
fremur en þær gerðu áður; þær trúa ekki fagnaðax'boð-
skapnum. Þær »hafa aðra guði«, líkt og þær höfðu þá:
fé, yfirráð, nautnir, ærsl. Eigingirnissamkeppni — er
boðorðið mikla í nútímamenningunni; en hnefarétt-
urinn — hin viðui'kennda aðferð. Á þessum grund-
velli skiftist meginþorri nútíðarmanna i auðvaldssinna
og jafnaðarmenn, fascista og kommúnista; en mestur
hluti þjóðanna á hnettinum í ofbeldisfull ríki og undir-
okaðar þjóðir, uppi’eisnarþjóðir og drembiláta drottnara.
Fram undan blasa við styrjaldir og blóðugar innanlands-
byltingar. En ríkin spenna hverja taug og hvern vöðva,
reyra allt og binda, verja svo að segja sínum síðasta eyri
til hei'búnaðar og rangsnúins opinbers uppeldis á alþýðu
manna, halda ráðstefnur í vandræðum sínum, gera auð-
yaldslitaða samninga, rukka hvert annað um ófriðar-