Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 121
Jórð] ÓIIOLLUSTA HVÍTS HVEITIS 107
Óhollusta hvíts hveltis
M U N hafa verið gerð fallega ljós af Snorra lækni
Halldórssyni, er hann tók það fram einhverju sinni í
skýrslu til landlæknis, að hann hefði veitt því eftirtekt
í læknishéraði sínu, að sönm heimilin taka sig út úr um
mikla notlcun livíts hveitis og um tannpínu (sbr. grein-
ina »Taugaveiklun og tannpína« í »Jörð« I, 2.—3.).
Um efni þetta hefir annars stundum verið talað og
skrifað dálítið villandi, aö vér hyggjum: kornmatar
(mélmatar) neyzlu yfirleitt kennt um »taugaveiklun og
tannpínu« vorra tíma. Sannleikurinn mun vera þessi:
Kornmatarneyzla er í sjálfu sér heilnæm, þó að töluverð
eða jafnvel mikil sé — þegar matarins er neytt með
þeim hollustuefnum, sem hann er sprottinn með, og þá
umfram allt fjörefninu B. Þegar hins vegar fjörefni
þetta vantar í korn(mél)mat, þá nytjast næringarefnin
(mélefnið, er breytist í sykur viö meltinguna og kemst
þá fyrst í blóðiö) ekki til hlítar út um vefi líkamans,
heldur heldur veröa aö nokkurs konar eiturefnum, er
valda m. a. skemmdum á beinum (tönnum fyrst og
fremst) og taugakerfi (einkum heila).
Korn(mél)matur, sem vantar alveg fjörefnið B, er:
Hvítt hveiti (brauð),
Hvít hrísgrjón,
Sagógrjón, perlugrjón o. þ. h.,
Hvítar (gulgráar) makaróníur,
— yfirleitt allur hvítur mélmatur (hvítur sykur og
brjóstsykur sömuleiðis). Allar þessar fæðutegundir leiða
líka til hægöatregöu.
Korn(mél)matur, scm er rýr, að því er snertir fjör-
efnið B er:
rúgmél (rúgbrauð) og jafnvel haframél.
Kornmatur, sem er byrgur af fjörefninu B er:
Allt ómalað korn, sem ekki hefir legið því lengur og
allt nýmalað mél, sem malað er úr þess háttar korni.
NOTIÐ ÞVÍ EINGÖNGU MÉL, SEM MALAÐ ER HÉR-
LENDIS.