Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 266
250
NÚTÍMAMENNINGIN
LJörð
teljast, svo sem stórveldanna Þýzkalands, Frakklands,
Bretlands, Bandaríkja Norður-Ameríku og að vissu leyti
Rússlands. Þjóðlíf þessara fjögurra cða fimm landa
markar öðrum fremur stefnu og svip þjóðlífsins í lönd-
um nútímamenningarinnar.
Það sem auðkennir menningu þessa einna mest er: ör
og æ örari vöxtur og aðrar breytingar; hraði í öllu, góðu
og illu; almenn upplýsing og sjálfsbjargarviðleitni; hæfi-
leiki til að bjarga sér í samkeppni lífsins, en ná yfirráð-
um yfir öðrum. Og hún ryður sér æ meir til rúms svo
að segja í öllum löndum.
Til eru ævaforn menningarlönd utan hinnar norð-
vestrænu menningar, sem allt fram á þenna dag hafa
viðhaldið til þess að gera sjálfstæðri, merkilegri og jafn-
vel glæsilegri menningu frá ómunatíð. Fremstar slíki'a
þjóða eru Indverjar, Kínverjar og Japanir. Eru Indverj-
ar og Kínverjar langmannflestu þjóðir í heimi, svo sem
kunnugt er. Hafa þær tvær haldið afarfast við eigin-
menning sína og reynt með afli að vísa á bug nútíma-
menningunni, sem með sínum stórkostlegu yfirburðum,
að því er snertir verkleg efni og frjálslegt félagslíf,
smýgur þó svo að segja alls staðar inn; fjöldinn stenzt
ekki kosti hennar til lengdar, þrátt fyrir íhaldssemi við
feðrasiöi og stórkostlega ókosti, er nútímamenning'unni
fylgja og minnst verður á seinna í ræðunni. Síðustu árin
hafa blöð og tímarit verið svo að segja full af fréttum,
er segja frá því, hvernig gamlar menningarþjóðir, sem
hafa til þessa haldið sér ósnortnum af nútímamenning-
unni, eru nú að falla henni í faðm, svo sem Tyrkir og
Kínverjar, en magnast þá jafnframt til mótspyrnu gegn
kynflokkadrambi og fjármálayfirgangi stórveldanna. Um
leið og þær taka upp menningu Norðurálfu- og Ameríku-
þjóðanna, fá þær í hendur tækin, andleg sem verkleg.
til að verjast yfirgangi þeirra og ofstopa.
Indverjar eiga merkasta og glæsilegasta menning
þjóða þeirra, sem fram að þessu hafa staðið utan Norð-
urálfumenningarinnar. Hafa þeir, sem kunnugt er, nú á
2, öld lotið yfirstjórn Breta vegna ýmislegrar sundrung-