Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 232
216
BLÁEYGÐI DRENGtJRINN, JOHN
tJörð
oft að koma á bak á fílnum í dýragarðinum — og krakk-
arnir hlógu í kringum hann.
— Gefið þér honum ekki svona dýr leikföng, sagði ég,
börnum þykir alveg jafn vænt um þau ódýru; — og
mörg börn fá alls engin. Og þegar börnin fara að skilja
peningagildi leikfanganna, þá hrekjast þau úr sinni
I’aradís, og hætta að vera börn. John á nú svo milcið af
leikföngum, að það er kominn tími til að fara að kenna
honum að gefa þau, — börnum sem eiga engin. Hvort
það gengur vel eða illa að læra þá lexíu, sýnir bezt af
öllu hvern mann þau geyma.
Rósalía sagði mér frá því, að þegar þau kæmu heim
á daginn, þá vildi enska frúin alltaf bera John upp
tröppurnar sjálf. — Brátt fór hún að vera við, þegar
hann var baðaður, og það leið ekki á löngu, áður en það
var hún, sem baðaði hann og Rósalía fékk ekki að gera
annað, en að rétta frúnni handklæðið. — Og Rósalía
sagði mér eitt, sem hrærði mig djúpt — að þegar frúin
væri búin að þerra litla kroppinn, þá væri hún vön að
kyssa ljóta örið á handleggnum, áður en hún færði hann
í skyrtuna. Og innan skamms var það hún, sem lagði
hann í rúmið var var kyrr hjá honum þangað til hann
sofnaði. — Sjálfur sá ég hana sjaldan, því ég var úti
alla daga, og vesalings ofurstinn sá víst lítið meir af
henni en ég, því hún var allan daginn hjá drengnum.
Hún var hætt við Miðjarðarhafsförina. Þau ætluðu að
vera kyrr í París, hann vissi ekki hve lengi; kærði sig
ekki heldur um það meðan konan væri ánægð, og hún
hefði aldrei veriö ánægðari en nú. — Ofurstinn hafði
rétt fyrir sér, andlit hennar var gjörbreytt og kærleikur-
inn Ijómaði úr svörtu augunum hennar.
Drengurinn svaf illa — og hiti fór að gera vart við
sig. Rósalía sagði, að hann hóstaði mikið á nóttinni.
Einn morgun, þegar ég hlustaði hann, þá heyrði ég
hryglu í hægra lungabroddi. — Ég vissi alltof vel hvað
það þýddi. Ég varð að segja hinni nýju vinu hans frá
því — en hún sagðist vita það fyrir nokkru — og hún
hafði sennilega vitað það á undan mér. Ég ætlaði að út-