Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 123
JörðJ ÞAÐ, SEM GERIST í MANNSLÍKAMANUM...
109
amans, heldur henni í fullum þroska og fullu starfi og
leggur til efni til fjölgunar frumunum, þegar um vöxt
ei aö ræöa, svo sem er, þegar bani (unglingur) er aö
vaxa, og þegar vöövar gildna á fulloröins aldri. Skiljan-
lega er þetta þeim mun betur af hendi leyst, sem blóöið
er betra og streymir greiðar.
Þaö er þá bersýnilegt að stóra spurningin verður:
hversu fæ ég lialdið blódi minu góöu og hversu fæ ég
greitt fyrir blóðrásinni?
AÐFERÐIRNAR, til þess að bæta blóöið og halda þvi
góðu, eru sem hér segir:
Fyrst: að sjá því fyrir öllum teg'. raunverulega endur-
nærandi efna. Þaö er gert með þessum hætti: 1) Neyta
náttúrlegs matar, sem ekki hefir veriö velktur svo aö
segja út í bláinn í vélum og þess háttar, er getur svift
hann nauðsynlegum efnum. Viðhafa alla nærtæka fjöl-
breytni og yfirleitt hafa hliðsjón af almennri þekkingu
um þessi atriði. 2) Neyta matarins á skynsamlegan hátt,
svo að hann notist eölilega (tygging, ánægja, þakklæti).
3) Aö meltingarfærin séu heilbrigð.
í ööru lagi þarf blóöiö að vera tiltölulega vel hlaöið
súrefni. Það fæst við það að anda aö sér hreinu lofti;
anda ekki grunnt; mæöa sig dálítið daglega, ef aö heilsa
leyfir. Þá verða lungun líka aö vera í lagl. Djúp (út)-
öndun öðru hvoru hreinsar legið loft úr afkimum þeirra.
í þriöja lagi verður þá að vera tiltölulega lítiö af eit-
urefnum í blóðinu. Til þess verður að vera lag á líffær-
um þeim, sem hafa það að hlutverki að losa blóðið við
úrgangsefni, brunaafurðir (kolsýru, vatn) o. s. frv.; en
það eru nýrun, hörundið og lungun. Oft ber það við, að
eitthvert líffæri framleiðir efni, sem berst í blóðið og
eitrar það, t. d. skemmdar tennur, eða ristill og enda-
þarmur, þegar maður þjáist af hægðatregðu. Hörundið
notast ekki aö fullu til blóðræstingar nema maðurinn
hreyfi sig daglega svo, að hann svitni og þvoi sér þá
helzt um líkamann. Fyrr í greininni var talaö um að
blóðið spilltist oft af næringarefnum, sem ekki brenna