Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 173
JÖl'ð]
ÞEGAR VITMENN TALA
167
sagði: »Guð hefir heyrt bæn þína. Málið er unnið«. Breyt-
ing þessi, sem svo snögglega hafði orðið, var þó ekki
Abraham Lincoln að þakka, að öðru leyti en því, að hann
lagði á gott ráð, — ráð, sem dugði. Hann sendi skjólstæð-
ing sinn þangað, sem hjálp var að fá. Undursamlegir við-
burðir fóru fram þetta sama kvöld og þessa sömu nótt,
sem ekki verður skýrt frá hér; en báðir þessir ágætu
menn vissu, að þegar þeir töluðu um Guð, þá töluðu þeir
ekki um einhverja óljósa hugmynd. Guð var þeim raun-
veruleiki.
Lítið hugsandi menn, sem aldrei hafa kynnt sér trú-
mál, kalla þau oft rugl og vitleysu. Andlega skyggnir
menn tala öðruvísi. Einar Benediktsson, skáldið okkar á-
gæta, segir t. d.:
»Biblía vor er og í því alómetanlegur fjársjóður dá-
samlegrar þekkingar, þar sem málsandi hebreskrar tungu
er logabjartur viti, á háum tindi, yfir hafvillurnar í reiki
þjóða, gegnum ótölu aldir. Máttur einfeldninnar er
megin-einkunn þess máls, sem kastaði gneistum Fjallræð-
unnar út um heiminn. Allstaðar í anda og byggingu hins
þrísamhljóða helgimáls ræður frumleikans guðdómlega
hagkvæmni. Opinberun, spádómar, áköll til Alvaldsins og
umfram allt bænir, hljóðbærar til alföður stjörnuríkj-
anna, mælast á enga vegu máli sannar og með langskeytt-
ara hæfi en á þessari forntungu hins útvalda lýðs«.
Þannig tala yfirburðamenn. Hvernig hafa þjóðskáldin
islenzlcu talað, þegar einhvern merkisviðburð hefir borið
að höndum, og þau hafa talað í nafni þjóðarinnar, knúð
anda þeim, sem sálirnar bræðir saman á augnablikum
djúprar allsherjar hrifningar. Fyrstu orðin, sem falla
þeim af vörum við þess konar tækifæri hafa verið á þessa
leið: »ó, Guð vors lands, ó, lands vors Guð. Vér lofum
þitt heilaga heilaga nafn«. Eða: »Drottinn, sem veittir
frægð og heill til forna«. Þriðja skáldið, skáld nútímans,
hagar orðum sínum þannig:
»Þú mikli, eilífi andi, sem í öllu og allstaðar býrð,
þinn er mátturinn, þitt er veldið, þín er öll heimsins dýrð.