Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 154
138 HALLGERÐUR HÖSKULDSDÓTTIR [Jörð
Hallgerður Höskuldsdóttir.
Útvarpserindi
ettir sr. ÓLAF ÓLAFSSON, fyrv. fríkirkjuprest.
§ UMARIÐ 974 eða 75 gerðist afleiðingaríkur við-
burður austur í Rangárþingi.
Þangað kom kona, að Hlíðarenda í Fljótshlið, vestan
úr Dölum; hún hét Hallgeröur Höskuldsdóttir Dala-
kollssonar á Höskuldsstööum við Breiðafjörð. Gunnar
Hámundarson á Hlíðarenda fastnaði sér þessa konu á
Alþingi þetta sumar, og gekk að eiga hana síöla sama
sumars. Njáll á Bergþórshvoli var mikill vinur Gunnars,
og slitnaði vinátta þeirra ekki meðan báðir lifðu. Eins
og kunnugt er, var kona Njáls, Bergþóra Skarphéðins-
dóttir, ein af allra merkustu konum fornaldarinnar; en
galla hafði hún sem aðrir; galla, sem meðfram uröu
henni sjálfri, manni hennar og sonum og mörgum fleir-
um, aö bana. — Frá því aö Hallgeröur kemur austur í
Rangárþing, er saga hennar og Bergþóru saman tvinnuð
og samanfléttuð, svo að varla verður á aðra minnst svo,
að ekki verði og um hina að tala. — Þær veröa féndur
og hatursmenn í fyrsta sinn, er þær hittast, og ofsækja
hvor aðra eftir megni, allt þar til Bergþóra deyr í Njáls-
brennu árið 1011. Fjandskapurinn milli þessara tveggja
kvenna byrjar í heimboði eða veizlu, sem Njáll heldur
Gunnari vini sínum á Hlíðarenda og Hallgerði konu
hans, sem voru alveg nýgift; verðum vér þess að minn-
ast, að þau hjón voru heidursgestir í veizlu þessari. Frá
öllum viðskiftum Hallgeröar og Bergþóru segir Njála
vel og rækilega og með hinni mestu snilld. En fyrir mín-
um sjónum stendur það sem óefanlegur samileikur, að
frásagnir Njálu um Hallgerði eru stórum lilutdrægar, að
þær eru meira og minna rangar og stadlausar og ýmsir
dómar um hana algerlega rakalausir og rangir, og svo
hafa sumir seinni tíma sagnfræðingar lapið þetta upp
eftir Njálu í vanþekkingu og skilningsleysi. — Svo segir