Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 124
110
ÞAÐ, SEM GERIST t MANNSLÍKAMANUM... [íörð
að fullu. Á það einkum við um eggjahvítuefni (ket); kol-
vetni, sem svift hafa verið fjörefninu B (hvítasykur,
hvítt hveiti, hvít hrísgrjón, sagógrjón, hvítar (grágular)
makaróníur). Enn fremur spillist blóðið af matarsalti,
kaffi, te, tóbaki, víni, kryddi, meðulum, þó að tiltölulega
meinlaust geti verið, þegar hófsamlega er neytt, og jafn-
vel gagnlegt eftir atvikum.
HEFIR nú verið talað um hversu hafa megi gott blóð.
Ilitt er litlu eða engu minna um vert, að blódrásin sé
(jreid. Greið blóðrás er aðalskilyröi nægilegrar ræsting-
ar frumanna. Fyrsta skilyrði þess er, að hjartaö sé
hraust. Við langvinnar kyrrsetur verður blóðrásin svo
magnlítil, að endurnæring (að ekki sé talað um ræst-
ingu), verður mjög hægfara, jafnvel þó að blóð sé til-
tölulega gott, vegna skynsamlegs mataræðis og góðs
lofts o. s. frv. Að ekki sé um það talað, hvernig gengur,
þegar blóðið er nú heldur ekki gott. Þegar blóðrásin er
magnlítil verða líka útkjálkar og afkimar líkamans út-
undan og rýrnar við það mótstöðuafl hans sérstaklega,
bæði með einum og öðrum hætti.
Aðalráðið til að greiða fyrir blóðrás er hreyfing. Lík-
amsæfingar, göngur, sund, leikir, vinna, örva blóðrásina
og einnig útgufunina um hörund og' lungu, m. ö. o. bæta
einnig blóðið. Annað helzta ráðið eru böð. Enn fro.mur
heitvatnsdrykkja.
SKAPFERLI manna veldur miklu um bæði blóðgæði
og blóðrás. Gott skap gefur öllum líkamskröftum fullt
tækifæri til að njóta sín; gott skap og hreinn hugur;
áhyggjuleysi gagntakandi barnslegrar trúar þó um fram
allt. Hins vegar heftir reiði, kvíði, depurð, girnd, alla
innri starfsemi líkamans meira eða minna. Verður þá
blóð lélegt eða jafnvel eitrað. En búi menn til langframa
við depurð, þá herpast æðarnar meira eða minna saman,
þrengjast kannske æfilangt, þó að depurðin líði hjá. En
allt af má þó miklu um þoka við hugarfarsbetrun og ein-
beitta ræktun líkamans.