Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 117
PÆÐI HVÍTVOÐUNGA
103
Jörð]
fara verður þá varlegar í það til að byrja með en gert
er ráð fyrir í ofanskráðri fyrirsögn.
KOMI það fyrir, sem oft vill verða, að barni sé órótt,
hefir tíðar og freyðandi hægðir með hvítleitum kornum
i saurnum, eða hann er jafnvel grænn og lapþunnur —
þá heíir barninu verið ofgefið; meltingarfærin ofreynd,
og þarf þá að hvíla þau og helzt skola líka. Má þá sleppa
úr einu máli eða jafnvel fleirum, en gefa soðið vatn í
staðinn (kannske með örlítilli sykurögn). Eða, vilji menn
fara vægilegar í sakirnar, þá er gott að gefa barninu
soðið vatn, ylvolgt, eins og þaö fæst til að taka á móti í
5 mínútur á undan blöndugjöfinni (eöa brjóstinu).
ÞEGAR barn er vanið af brjósti, sem talið er að bezt
sé á 9.—10. mánuði, þá er ágætt að gefa því appelsínv-
safa fyrst af öllu — og mun að vísu óhætt að byrja á
þeirri gjöf fyrr — eins og yi0 pela daglega til að byrja
með; þó því minni skammt sem fyrr er byrjað. Þegar
appelshmsafi er gefinn á móti lýsi, þá fyrst er um al-
hæfan fóðurbæti að ræða lianda barni. Hafa glöggar til-
raunir gert þetta ljóst fyrir fáum árum, og mun nú orð-
in mjög almenn reynsla fyrir því í löndum þeim, sem
öðrum fremur þykja hafa tímabært mataræði. — Næst
þykir gott að bæta við mauki úr mörðum (völsuöum)
bygggrjómim. Eru þau þá hrærð með ögn af köldu vatni
að þunnu deigi og það soðið vægilega í /2 stund; tvær
sléttfullar matskeiðar af bygggrjónum í pela af vatni
þykir hæfileg gjöf eftir einn mánuð. Þá þykir gott að
bæta rísi við. Er það þá matreitt á þann hátt, að hálf
sléttfull matskeið (ein desertskeið) af rísi er soðið í pela
af mjólk, unz svo mikið er gengið inn í grjónin, sem
verða má; þá er bætt í agnarögn af sykri. Biöjið kaup-
manninn að útvega yður mórautt rís, kjarnarís; (sbr.
auglýsingu »Silla og Valda« í »Jörö« II.); og gætið þess,
að sæta það ekki nema örlítið; því annars venst litli ang-
inn af öllu hinu heilnæmara.
Þegar barnið fer að taka tennur, þá er rétt að láta