Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 147
WiÓUN
J örð j
m
unar. Má nefna tvö andans stórmenni, sem létu þá skoð-
un í ljósi: Skáldspekinginn Goethe* og rökvitringinn
Kant. En það var fyrst með útkomu lítillar bókar árið
1859, að framþróunarkenningin hefur sigurför sína,
þrátt fyrir alla mótstöðu. Það ár birti Charles Darwin**)
rit sitt um uppruna tegundanna, sem gerði grun nokk-
urra vísindamanna að almennt hagnýtanlegri vissu.
Þróunarkenning Darwins hefir að vísu lifað sitt feg-
ursta. Þótt hann hefði hið skarpa auga náttúruskoðarans
og rökfestu og staðfestu til að draga ályktanir af þekk-
ingu sinni og láta þær uppi, þótt þær færu í bága við hina
ríkjandi heimsskoðun, þá brast hann samt langsýni til að
sjá langt fram úr hugsanaheimi samtíðar sinnar. Andlegt
umhverfi hans var vaxandi efnishyggja, byggð á fram-
gangi raunvísindanna og nærð á baráttu þeirra við mót-
stöðu og tregðu hinna andlegu stofnana. Sú framþróun,
eða breytiþróun, sem hann boðaði, var byggð á rannsókn
efnisins, og sá aðili, sem réð stefnu hennar, var barátta
einstaklinganna um efnisgæðin. í þeirri baráttu hélt sá
velli, sem hæfastur reyndist. Þannig breyttist kynstofn-
inn sífellt, fyrir náttúruval, til batnaðar. Og á sama hátt,
taldi hann, að nýjar tegundir hefðu orðið til fyrir aðlöð-
un einstaklinganna eftir umhverfi sínu. Þannig væri
maðurinn orðinn til fyrir blint náttúruval; hann væri
síðasta stig þróunarinnar, og tiltölulega mjög ungur í
sögu jarðlífsins. Taldi hann apana vera þau dýr, sem
næst honum stæðu, og forfeður þeirra, þótt tengiliðinn
vantaði þar á milli.
Síðan hefir á mörgu gengið, bæði með og móti. Vér
þurfum ekki að taka tillit til þeirra fordómafullu and-
mæla, sem ekki vildu rannsaka forsendur, heldur dæmdu
kenninguna villu, af því að hún fór í bág við gamlar
skoðanir. Þau féllu um sjálf sig; og til þess hjálpaði einn-
ig sá upplýsti skilningur, sem biblíurannsóknirnar hafa
veitt á uppruna og gildi ritninganna. Þyngra vega þau
*) Frb. guute.
**) Frb. tsjee(i-)ls da(r)vín.