Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 34
32 KRISTUR Á VEGUM INDLANDS [Jörð
Þer sögðu þetta ekki í reiði né hatri, heldur af því, að
þeir höfðu hugsað um málið og töluðu í fullri alvöru. Há-
talarinn hafði látið til sín heyra hinumegin á hnettinum.
Nú ætla ég að segja frá öðrum atburði, sem hefir sína
þýðingu. Ég kom í landshluta, þar sem nýlega hafði verið
uppþot, vegna skírnar hindúastúlku. Menn höfðu verið að
halda fundi, til þess að úthella gremju sinni, og borgin
var í uppnámi. Vér boðuðum til funda og hefði oss sízt
furðað, þó að enginn hefði komið til að hlusta á oss. En
oss til undrunar kom mikill fjöldi manna og vér hlutum
ágæta áheyrn. Seinasta kvöldið fylltist bakherbergi mönn-
um, sem leituðu í einlægni nýs lífs hjá Kristi. Það var
komið að áskoruninni um að gefa sig Kristi á vald; þá bar
þetta við: Það var spurningatími og rödd kom aftarlega
úr hópnum og spurði: »Hvað álítið þér um K. K. K.?«
Þetta var fyrir fjórum árum og hafði ég þá naumast
heyrt Klanfélagið nefnt sjálfur. En hér, í afskekktu og
kyrrstæðu héraði í Indlandi, á stað, þangað, sem ég hugði,
að minnstar fregnir bærust af umheiminum, heyrðist í
hátalaranum, og hann var til tálmunar vitnisburði vorum
og boðskap. Ég á marga góða vini í Klanfélaginu og þeir
eru einlægir menn og alvarlegir; en vegna þess að félags-
skapurinn er trúarlegur og krossinn er meginmerki á
fundunum, þá er afstaða þeirra í kynflokkamálinu oss með
öllu óskiljanleg.
Hvískur vestur í Ameríku, viðvíkjandi heimahögum,
endurómaði víðsvegar um heiminn og varð Þrándur í Götu
þeim boðskap, sem vér fluttum Indlandi.
Ekkert hefir komið ver við allan hinn austræna heim en
það, sem þingið*) gjörði nýlega, er það samþykkti, illu
heilli, hin óviturlegu og ókristilegu lög um innflytjendur.
Ég vildi óska, að Bandaríkin gætu séð, hvað þau gjörðu
með þessari bráðræðis-löggjöf. Til þess tíma höfðu Banda-
rikin, í augum Austurlandabúa, siðgæðisforustu heimsins.
Það voru siðgæðismeðmæli að vera Ameríkumaður. Japan-
ir voru þakklátir oss fyrir mikilfenglega hjálp eftir jarð-
*) í Bandaríkjunum.
Rit8tj.