Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 262
246
ANDREA DELFIN
LJörð
taumlausar eru grunsemdir þeirra, að þeir ætla oss ráð-
bana Veníers, þó að mér bjóði við þeim verknaði jafn-
eindregið og ég tel hann óhyggilegt stjórnmálabragð. Því
segið mér sjálfur«, hélt hann áfram með óduldum ákafa,
kannske með nokkurri hliðsjón þess að vinna sér til við-
bótar málsvara í Feneyjum; »segið mér sjálfur, hvort
það eru nokkrar minnstu líkur fyrir að takast megi að
kollvarpa dulardóminum með glæpsamlegum hætti.
Sleppum alveg siðgæðissjónarmiðinu sem snöggvast: er
það hugsanlegt, að svo víðtæku samsæri verði haldið
leyndu svo lengi sem þyrfti, til þess að koma inn þeim
ótta, sem til er ætlazt?«
»Það er óhugsandi«, sagði Andrea rólega. »Það sem
þrír feneyingar vita, það veit tíumannaráðið. Þeim mun
einkennilegra er þaö, hvað því er slælega þjónað að þessu
sinni«.
»Og hugsum okkur nú, að samsærismönnum gengi að
óskum: að dulardómararnir yrðu fyrir hverju morðinu
af öðru, þrátt fyrir alla leyndina, sem þeir hafa hjúpað
sig, og aö loksins vildi enginn hætta sér i svo bráðhættu-
lega stöðu — hvað ætli hefðist svo sem upp úr því?
Höfðingjastétt, sem er jafn einstaklega víðtæk og sú
feneyska, getur ekki varið sig gegn yfirvofandi flóð-
bylgju alþýðunnar nema með járnbentri stíflu alræðis,
sem alltaf yrði að endurnýja einhverjum hætti. Því livar
eru hér þeir efniviðir, sem mynda mætti af lýðveldi
frjálsra manna? Þið hafið yfirdrottnunarstétt og undir-
okaða; einvalda í hundraðatali og skríl í þúsundum.
Hvar eru hér borgarar, sem ekki verður án veriö 1
frjálsu borgríki. Aðalsmenn ykkar hafa séö svo um, að
almúgamaðurinn gæti aldrei þroskazt til þegnskapar, til
ábyrgðartilfinningar og meðvitundarinnar um, að hann
er kallaður til að fórna almannaheill eigin hagsmunum.
Þið hafið aldrei leyft almúganum að kynna sér stjórn-
mál. En þar eð yfirráð átta hundruð harðstjóra væru
alltof margbrotin og sundurleit og amstursfull, þá kusu
þessir höfðingsmenn að binda sínar eigin hendur og
beygja svíra sinn undir ok ábyrgðarlausra þremenning-