Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 135
Jörð]
TÓBAK, KAPFI, VÍN, DANS
121
vér hyggjum, miklu fremur neytt hófsamlega en tóbaks.
Hún er innileg ánægjan, sem menn hafa af góöum kaffi-
sopa, sem þeir finna að þeir hafa neytt hófsamlega. Lít-
ill, góður kaffibolli í máltíðarlok örvar meltinguna —
ekki einungis með beinum efnisáhrifum á endastöðvar
tauganna í veggjum maga og garna (þau eru af sama
tæi og áhrif lyfja og náttúrlega varhugavert að beita
þeim óvægilega); heldur jafnvel hvað helzt með því að
framleiða innilega og rólega ánægju í máltíðarlok (»allt
er gott, þegar endirinn er góður«!); en það sálarástand
lætur líkamsstarfsemina innra njóta sín að fullu; melt-
ingarsafarnir flóa þá tiltölulega ríkulega fram og þannig
örvast meltingin á hinn eðlilegasta, heilnæmasta hátt.
Nákvæmlega öfug verða áhrifin af illa tilbúnu kaffi.
(Annað mál er það, að svo má illu venjast aö þyki). Allt,
sem þykist vera eitthvað, sem það ekki er, veldur von-
brigðum og gremju. Þegar manni er boöið kaffi, en er
borið »rótarkaffi« eða »skol«, þá er hann ekki aðeins
svikinn um nautn, er honum var boðin, heldur er hon-
um gert gramt í geði af ósmekkvísi húsráðanda. En öll
gremjan hefir þau áhrif á meltingarkirtlana, að þeir
kippa að sér safaframrennslinu. Meltingin tefst meira
eða minna; maturinn, sem átti að notast að fullu til að
endurnæra líkamann, verður honum að nokkuru leyti til
byrði. Og þó að kannske muni ekki stóru í hvert sinu,
þá ætti þó hver »gestgjafi« að liafa það stærilæti, að
»góðgerðir« hans miðuðu eindregið, þó að lítið væri, í þá
átt að endurnæra og gleðja, örva lífiö og styðja.
Þessu og þvílíku verður auðvitað hver »gestgjafi« og
húsmóðir að hafa ákveðna hliðsjón af í öllu, er að viður-
gerningi lýtur.
VíN eða áfengi er, svo sem kunnugt er, meðal stóru
áhrifavaldanna í mannheimum. Vér höfum ekki getað
sannfærzt um, að það sé ekki í raun og veru »guðaveig«,
þegar hófsamlega er með farið og snoturlega*) eftir
*) 1 fornri merkingu, m. ö. o.: með »takt«.