Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 167
jöi-ð] HALLGERÐUR HÖSKULDSDÓTTIR 151
hjá bróöur sínum og virkta vini, að slengja þessum sví-
virðingarorðum framan í bróður sinn, konu hans og
barnið þeirra. Af slíkum orðum, ef töluð hefðu verið,
hefði sprottið takmarkalaus heift og margföld mannavíg.
Hrútur var of vitur og varkár maður til að mæla slíkum
óaögætnisoi’ðum. En þeir, sem héldu uppi frásögninni um
Gunnar og Njál austur í Rangárþingi, féndur Hallgerð-
ar, þeir liafa skáldað þetta; þeir þurftu einmitt á svona
sögum að halda, til þess þegar í upphafi að undirbúa
frásöguna um ránið í Kirkjubæ, sem þeir umfram allt
vildu láta heita stuld eða þjófnað. Þeim var hentugt, að
svo gæti heitið, að Hallgerður hefði þjófótt veriö frá
blautu barnsbeini. Við hverju var þá að búast af henni
á fullorðins árum? Sagan um þjófsaugun er skáldskapur
frá upphafi til enda.
Þá er það sagan um bogastrenginn, sem blásin hefir
verið upp eins og loftbelgur eina öldina eftir aðra, allt
Hallgerði til ófrægðar. Þykir mér undarlegt, hvað lærðir
menn í fornum fræðum hafa lítið gert til að brjóta þessa
frásögn til mergjar.
Reynum nú að líta á þessa frásögn.
Hvernig stendur á? — Gunnar er sekur maður, hefir
sér til óláns hætt við að fara af landi burt og er rétt-
dræpur af óvinum sínum. Hann virðir lög og dóm að
engu, fer til allra mannfunda, sem ósekur maður væri.
Haustið 990 gera óvinir hans atför að honum, heima á
Hlíðarenda, með marga tugi manna; en Gunnar er einn
til varnar í skálanum og hann verst með bogaskotum,
meðan hann getur. — Skáli Gunnars var gerður af viði
og súðþakinn að utan, og óvinir Gunnars taka loks það
ráð, að vinda með streng þakið ofan af skálanum. Þá
byrjar návígi milli Gunnars og óvina hans; þá fara þeir
að geta borið vopn á hann, og einum úr óvinahópnum
tekst að höggva sundur bogastreng Gunnars. Þá lætur
Njála Gunnar segja við Hallgerði: »Fá mér lepp úr
hári þínu og snúit þit móðir mín saman til bogastrengs
mér«. »Liggur þér nakkvat vit?« segir hón. »Líf mitt
Hggur við«, segir hann, »því at þeir munu mik aldrei fá