Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 58
56
KRISTUR A VEGUM INDLANDS
[Jorð
lætisþrungna fagnaðaróp: ».Kristur lifir í mér«. Jesús
sögunnar var orðinn Kristur trúarreyndarinnar. Þeir
voru hér um bil ómótstæðilegir, af því að þeir komu með
víssu inn í þann heim, sem var að öllu í óvissu. Pliníus
eldri hafði sagt: »Ekkert er víst nema það, að vér erum
í óvissu um allt«. Og Platon þráði »eitthvert áreiðanlegt
orð frá Guði«, sem gæti verið honum fleki til þess að bera
hann yfir hina ótryggu sjóa mannlegrar tilveru. Postul-
arnir komu með vissu. Einhver hefir sagt, að frumkristn-
ir menn hafi sigrað þann heiðna heim, af því að þeir
hugsuðu betur, lifðu betur og dóu betur heldur en heið-
ingjarnir. En það er ekki nógu djúpt tekið í árinni. Þeir
voru þeim líka fremri að trúarreynslu. Án þess hefði
Ivristindóminn skort hið lífræna hitamagn. Ef orð Krists
verður yfirdrottnari á Indlandi, verður það af því, að
þeir sem fylgja honum eru fremri að trúarreynslu þeim,
sem fylgja honum ekld. Þegar Elía stóð á Karmelfjalli
hafði hann þenna prófstein: »Sá Guð, sem svarar með
eldi, er hinn sanni Guð«. En nú er annar prófsteinn þess,
hver guð standi. Vér segjum: »Sá Guð, sem svarar
með því að leiða fram endurreista menn, er ljóma af
fögnuði, von og kærleika, hann er hinn sanni Guð«. Ein-
mitt þessi vissutónn þarf að óma á Indlandi. Ekki tónn
áreitins rétt-trúnaðar, heldur sannfærandi tónn kristinn-
ar trúarreynslu*)
Það hefir verið vakið máls á því, að allir höfundar
merkra bókmennta lýsi sjálfum sér; og sé það rétt, þá
hlýtur öll markverð köllun á hinn ókristna heim til
Krists, að vera vitnisburður. Það var venja Drummonds,
að prédika aldrei neitt, nema það sem hann hafði öðlazt
eigin reynd fyrir, og þess vegna talaði Drummond með
valdi.
Doktor Farquhar sagði við mig um þetta mál: »Eins
og nú er, er það tvennt, sem er indverskum hug hér um
bil ómótstæðilegt — Kristur og kristileg trúarreynsla«.
Ég var honum hjartanlega sammála, því að þetta var nið-
*) Auðkenning' vor.
Ritet-j.