Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 134
120
TÓBAK, KAFFI, VÍN, DANS
[Jörð
hollrar, rándýrrar lífsþurftar?! Það sýnist skynsemdar-
laust, klunnalegur sljóleiki — en hvað er það?
ER ÞÁ KAFFIÐ ekki þar með dæmt? Má vera. Höf-
undur hugleiðinga þessara drekkur kaffi, en notar ekki
tóbak. Vera má, að það villi honum sýn. Er það fljótt
sagt, að vér þykjumst sjá verðmæta kosti í fari kaífis,
a. m. k. innan þess mataræðis, sem almennt er notað
hérlendis. Þegar aldini og annað heilnæmt sælgæti er
orðið þáttur í íslenzku mataræði, þá má vel vera, að
kaffi verði úrelt. En fólk þarf í raun og veru sælgætis
við. Skynsamlega valið sælgæti styöur lífið, þegar hóf-
lega er neytt. Og þann metnaö verður hver, sem drengur
vill heita, að ætla sér, að læra hóf. Eða hvað segir t. d.
Páll postuli um þau efni, kristni trúmaður!? Sælgæti,
skynsamlega ncytt, gleður manninn. Og ánægja er áburð-
arefni, sem ekki má vanta í þann jarðveg, sem góð heilsa
á að þrífast í: manninn.
Þetta virðist nú líklega geta átt viö um tóbakiö, eins
og hvað annað. ójá, líklega, — ef að ekki væri einmitt
sá hængur á tóbaksnautninni, að hún er yfirleitt við
höfð í fullu óhófi. óhóf er nefnilega hið skaövæna um
fram nokkuð annað. Það er óhófiö, sem eitrar manninn
(og spillir þjóðfélaginu) : sálina fyrst, líkamann svo,
sálina þá tvöfallt og slekkur að lokum andann eða lokar
honum a. m. k. gagnvart sumum atriðum sannleikans
eöa lætur manninn lifa viö vonda samvizku. Tóbaks-
nautnin er einhver allra versti óhófsvaninn innan hvers
þjóðfélags. Þetta sjónarmið er ákaflega skuldbindandi
fyrir hvern sæmilega menntaöan eða skynsaman mann.
Því hér er um svo tilfinnanleg áhrif að ræða á þjóðlífið
í heild, þar sem eru hin stórfelldu fjárútlát. Og laun-
drjúg, veiklandi áhrif á þjóðarheilsuna — víst miklu
meiri en flestir ímynda sér.
En það er kaffið, sem vér ætluðum að ræða um: Á
því er enginn vafi, að »hóflega drukkið kaffi gleður
mannsins hjarta«, svo að orðum Salómons (eða var það
Sírak?) sé aðeins vikiö til. Og þess er í raun og veru, að