Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 101
RÖKKURSKRAF
95
Jorð]
in flyti þar úti við sj óndeildarhringinn, aðeins mön af
henni hulin; hún helti glitrandi, láréttum geislunum um
loft og lög og gerði þunnu, gráu skýjalindana eins og að
gullbrydduðum, glitrandi guðvefjartjöldum, en í norðri
varð sjórinn að sjá eins og bráðið gull væri, er geislarnir
brotnuðu í haffletinum. Skúturnar í kringum okkur voru
sem svanir á sundi með útþanda vængi, búnir til flugs. f
austri voru fjöllin líkt og með gullhjálma á höfðum, en
hlíðarnar virtust dimmbláar í land-húminu, eða gulleitar,
þær sem bezt bar við nætursólinni. í suðri reis Snæfells-
jökull hár og svipmikill úr hafinu. Vegna fjarlægðarinn-
ar vatnaði yfir það af Snæfellsnesfjallgarðinum, sem
annars hefði sézt suður af Bjargtöngunum, svo að jökull-
inn leit út sem umflotin eyja. Líkt og útvörður Vestur-
landsins stóð hann þarna, klæddur hinum mikla ísserk,
sem töfrapensill miðnætursólarinnar málaði ótal rauðum
og gulum litum. Á landi voru allir litir skírt aðgreindir,
líkt og í regnboga, en á sjónum runnu þeir saman. Á
hverri mínútu, sem leið, urðu ný og ný litbrigði í hinni
kynlegustu tilbreytni. Fyrir fulltingi milds, dularfulls
máttar, hafði öll náttúran getað fleygt af sér hörkuhjúpn-
um, sem hún var læst í um daginn. En tunglið var ólund-
arlegt, og skotraði óhýrum augunum úr suðvestri niður
á þessar Furðustrandir, líkt og því rynni í skap af því,
að þessa nótt var því velt úr völdunum.
LEIÐRÉTTINGAR.
1 fjreininni »Indland og Indverjar« II. í 2. árg. vantar
kommair á tveim stöðum svo, að bagi sé að: 1) Bls. 51, 3.
1. a. n. milli orðanna »menningar« og »mágar«. 2) bls.
53, 5. 1. a. o. í stað punkts á eftir síðasta orði línunnar,
»landinu«. Oss væri kærara, að menn gerðu þessar leið-
réttingar á eintökum sínum.