Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 210
104 BRÉFASKIFTI UM BÚNAÐARSTYRKI tJörð
Bréfaskifti um búnaðarstyrki.
i.
K Æ R I vinur!
Ég sný mér nú til þín, sem ritstjóra, meö nokkrar
hugleiðingar, er ég vona, aö þú getir heimfært undir
»Rökkurskraf« í »Jörð«.
Rökkurskraf ætti að þróast þeim mun betur, sem rökk-
ursvefn mun nú víðast niður lagður á íslandi. Rökkrinu
er reyndar útrýmt úr allmörgum íbúðum landsmanna,
með hjálp »hvítu kolanna«, sem land vort er svo auðugt
af. Vér eigum óþrjótandi námur hinna »hvítu kola«, en
þau verða ekki unnin með höndunum tómum. Einstaka
hugvitssömum mönnum, listfengum, hefir raunar tekízt
að leysa þann vanda, með ótrúlega litlum kostnaði.
»Mörg hönd vinnur létt verk«, segir máltækið, og hefir
það sannazt hér. í þéttbýli sjávarþorpanna verður það
tiltölulega auðvelt, sem ókleyft er í strjálbýli sveitanna.
En einmitt í fásinni sveitanna verður rafmagniö ein af
hinum dýrmætustu gjöfum Drottins. Sveitaheimilin ger-
breytast, svo sem skiljanlegt er, þegar samtímis er rekið
burt úr bæjunum skammdegismyrkrið og skammdegis-
kuldinn. Síðan ég kynntist þessu, af sjón og raun, hefi
ég ekki fundið margt, er ég myndi fremur óska, landi
mínu og þjóð til handa, en þess, að hvert einasta heim-
ili á íslandi gæti veitt sér þau þægindi, er fylgja raf-
magni.
Því miður er ekki svo bjart yfir atvinnuvegum ís-
lendinga nú, að neinar líkur séu til þess, aö sú ósk i'áist
uppfyllt á næsta tug ára; en að þessu takmarki eigum
vér að keppa og um miðja þessa öld á að verða stutt að
markinu. En til þess að svo megi verða, þarf íslenzka
þjóðin, sem heild, og hver einstaklingur hennar, að vinna
að aukinni velmegun sinni, á þann hátt, að sem minnst
mistök verði á.
Sparneytni og iðjusemi voru þær kvaðir, er enginn
íslenzkur bóndi komst undan, ef honum átti að vegna