Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Qupperneq 17
N. Kv.
ÚR MINNINGUM E. J. BREIÐFJÖRÐS
7
ingjar. Við smalarnir vissum upp á hár,
hvaða dag þeirra var von úr kaupstaðnum.
Þá stilltu'm við svo til að vera staddir með
ærnar sem næst veginum, því að þá gátum
við átt von á að fá góðgæti að bragða. Svo
biðum við í heiðarbrekkunum við veginn,
þangað til ferðafólkið kom með klyfjahest-
ana neðan dalinn. Fór það af baki, er það
sá okkur, og eitt sinn tóku bræður tveir, vin-
ir foreldra okkar, upp vasapela sína og gáfu
okkur að súpa á brennivíni; en frændstúlk-
ur okkar tóku upp hjá sér kandíssykur,
hagldabrauð, skonrok, rúsínur og sveskjur
heilar hnefafyllir, og gáfu okkur; þá lyftist
nú brúnin á drengjum, og allt var sælgætið
með þökkum þegið. Ofurlítið fundum við
á okkur af víninu, en ekki var það nema
til liressingar, og ekki olli það neinum
snurðum á skyldustörfunum. Sælgætinu
gerðum við góð sk.il, sem geta má nærri
Svo þegar heim kom, biðu okkar þar miklar
birgðir af brauði, rúsínum, sveskjum og
sykri, sem stúlkurnar, frænkur okkar, höfðu
skilið þar eftir handa okkur, því að þær
höfðu ekki búist við að hitta okkur frammi
í dalnum. Þetta ráð okkar, að sitja fyrir
ferðafólkinu, hafði því orðið til þess að við
fengum tvöfáldan skámmt, sem entist okkur
daginn eftir í hjásetunni.
Þegar við höfðum setið Iijá i hálfan mán-
uð, var breytt til þannig, að við sátum einir
hjá annan hvorn dag. Varð þá minna um
skemmtun en áður, þegar við vorum ekki
lengur tveir saman; en sá, sem heima \ ar
átti að reka kýr í haga og s-ækja þær á kvöld-
in; sömuleiðis átti hann að moka flórinn
í fjósinu, eins skemmtilegt verk og það var.
Þrekið var af skornum skammti, rekan þung
og mykjan lapþunn, svo að verkið sóttist
ærið seint. Við vorurn þá látnir fara í ljós-
leita nærbuxnagarma utan yfir til hlífðar
við moksturinn; urðu þær heldur kámugar
og skjöldóttar við verkið, sem við var að
búast. — Heldur þótti mér svalt og ónotalegt
að híma einn yfir ánum frammi í dalbotni,
þegar rigning var og súld, enda var þar
ekkert afdep tii skjóls, og stundum var ég
gegnvotur frá morgni til k\ölds. En þegar
sólskin var og gott veður, var allt öðru máli
að gegna. Þessu urðu börn og óharðnaðir
unglingar þá að venjast; þeir urðu að gera
það gagn, sem þeir gátu, jafnskjótt sem
nokkur tök voru á því.
2. Mannslát.
Eg var sex ára gamall, þegar eg í fyrsta
sinn var viðstaddur mannslát. Þá dó gömul
kona, er Margrét hét, sambýliskona for-
eldra minna; bjó hún m-eð syni sinum, Jó-
hanni, og fóstursyni sínunr, er Júlíus hét.
Þetta var á sumarmorgni, og stóð eg við
fótagafl gömlu konunnar og horfði á, þeg-
ar hún gaf upp höndina. Jóhann bað þá Júl-
íus að sækja hest í haga, því að lrann ætlaði
þá þegar að ríða eithvað af bæ, til þess að
fá smíðaða kistu utan um móður sína. Bað
Júlíus mig þá að ganga með sér, og gerði
eg það. Þegar við vorum komnir af stað, fór
JúMus að segja mér, að fóstra sín væri kom-
in til Guðs; hann var orðinn fimmtán ára
gamall og því betur að sér en eg í andlegum
efnum. Eg dró þessi orð hans í efa og barði
því við, að hún lægi enn í rúmi sínu. Þá
svaraði hann, að sál hennar væri komin til
Guðs, en holdið yrði grafið í jörðina. Þetta
fannst mér lítt skiljanlegt. „Hvernig fer
sálin að komast upp í himininn?“ spurði
eg, „svona voða-hátt! Nær nokkur stigi svo
hátt upp?“ ,,Nei,“ svaraði hann, „sálin hef-
ur vængi, sem Guð leggur henni til, þegar
manneskjan deyr, svo að hún geti flogið upp
til hans.“ Um þetta vorum við að masa,
þangað til við vorurn komnir heim með
hrossið. — Svo kom greftrunardagurinn, og
þá var liíkið sungið út alla leið út fyrir tún.
Þetta sama sumar, nokkuð seint á degi,
var eg eitthvað að dunda úti við. Allt í einu
heyrði eg svo fagian söng framan úr daln-
um, að undir tók í fjöllunum. Greip mig