Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Side 18

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Side 18
8 ÚR MINNINGUM E. J. BREIÐFJÖRÐS N. Kv. 'þá sú hugsun, að verið væri að flytja lík norðan úr Saurbæ, svo að eg hljóp inn til móður minnar og sagði henni frá þessu. „Hvaða vitleysa er í þér, barn,“ svaraði hún, en eg stóð á þessu fastara en fótunum og rauk út aftur til þess að fá staðfestingu fyrir þessari ímyndun minni. Þá sé eg karl- mann og kvenmann koma ríðandi framan dalinn; barst söngurinn frá þeim, og þau þögnuðu, þegar þau nálguðust bæinn; þau voru systkin, vina- og nágrannafólk okkar. Þegar þau komu heim til okkar, sagði móðir mín þeim, hvað eg hefði sagt um söng þeirra, og þá var hlegið að mér. — Þetta varð þó til þess, að eg fór að reyna að syngja sjálf- ur á barnslega vísu ýmiss konar lagleysur og reyndi að láta kletta og fjöll taka undir. — Þótt þessi atvik séu í sjáfu sér Htilfjörleg, segi eg frá þeim til að sýna, hvaða áhrif mannslát og útfararsöngur höfðu á mig, scx ára gamlan drenginn. 3. Umrenningar. Foreldrar mínir bjuggu í tvíbýli, og í þeirra heimili voru þau hjónin, börn þeirra og Jengst af vinnukona, sem hét Guðbjörg Árnadóttir, öldruð, hæglát og góð stúlka. Hún var talsvert hagmælt, þótt Htið léti hún á því bera. Hún átti þrjá bræður: Bjarna, sem eitt sinn gaf út Ijóðakver, og Jón, senr alltaf var nábúi foreldra minna, gamansamur og kátur karl og hálfskrýtinn í tali; þótti okkur vænt um hann, enda var hann góðmenni. Þriðji bróðirinn var hinn alþekkti umrenningur Helgi fróði, sent vai spekingur að viti og vænsti maður, þótt einkennilegur væri í siðum og háttum. Hann kom iðulega til okkar og dvaldist þá oft dögum saman; lá hann þá uppi í rúmi með bækur sínar, sem hann bar með sér hvertsem hannfór, því að aldrei lagði hann hönd á nokkurt verk. Þótti mér oft ein- kennilegt að sjá tilburði hans, þegar hann las, þótt hvorki heyrði ég né skildi, hvað hann var að fara með. Engin von var til þess ,að eg, tíu ára drengurinn, skildi það, sem hann las, enda heyrðnst vafla orðaskil, en tilburðirnir eru mér enn minnisstæðir. Stundum las hann svo hægt osr blíðleafa eins og hann væri að hjala við barn, en þess á milli þrumaði hann með hörku, og þegar út yfir tók, glennti hann upp augun vonzku- lega og henti bókinni langt frá sér, reis upp, reri og neri sig góða stund þegjandi, þangað til hann hafði jafnað sig; svo lagðist hann út af, tók bókina aftur og fór að lesa. Móðir mín var vön aðlesalnislesturáliverju kvöldi á vetrum og fékk stundum nætur- gesti til þess, en ekki var til neins að biðja Helga að lesa í Péturs hugvekjum; sagði hann, að í þeim lestrum væri ekki annað en „snuður og smjaðursháttur úr Pétri.“ Annar umrenningur, sem til okkar kom var Sölvi Helgason (Sólon Sókrates). Það var seint um haust að áliðnum degi. Var ég eitthvað að dunda úti við og vissi ekki fyrr til en að mér vatt fasmikill maður með pjönkur bak og fyrir. Ávarpaði hann mig hranalega, án þess að heilsa eins og vanalegt var, og spurði stuttlega: „Hvar er pabbi þinn?“ Eg svaraði að hann væri þarna í skemmunni, og íauk hann þá inn í hana með pjönkurnar á bakinu. Fannst mér þetta þjösnaskapur, varð hálf hræddur og hljóp inn til móður minnar; sagði ég henni frá gestinum, hljóp svo upp á loft til Helga gamla, sem þá var staddurhjáokkur.ogsagði eins við hann. Hann lá og las uppi í rúmi að vanda, en þegar hann heyrði þetta, lagði hann frá sér bókina upp á hillu, settist fram á stokkinn og fór að róa; sýndist mér hann þungbrýnn í meira lagi, en ekki sagði hann neitt. Rétt í þeim svifum komu þeir gestur- inn og faðir minn inn í bæjardyrnar; tók gesturinn af sér pjönkurnar og kom svo upp á loft. Ekki man ég, hvort hann hafði fyrir því að kasta kveðju á fólkið, en við krakk- arnir urðum dauðhrædd og þorðum ekki að hreyfa okkur. Fékk ég bráðlega að vita,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.