Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Síða 19

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Síða 19
N. Kv. 9 IJR MINNINGUM E. J. BREIDFjÓRÐS að þar var Sölvi Helgason kominn. Settist hann þegar á rúmið hjáHelgaogtóktilmáls, en mér virtist Helga þykja lítið í gestinn varið; jankaði hann stundum við ræðu Sölva en mótmælti við og við. Herti þá Sölvi á sér, og til áréttingar orðum sínum fór liann að berja krepptum hnefanum á enni sér. Virtist mér þá sópa að' karli, og svo skelkaðir vorum við krakkarnir, að við skriðum upp í rúmið fyrir ofan vinnukonuna og þorðum við ekki að hreyfa okkur þaðan allt kvöldið; en aldrei hafði ég augun af Sölva, sem óð elginn alla kvöldvökuna, nema rétt á rneðan hann var að borða. Þetta mun hafa verið rétt um veturnætur, því að byrjað var að lesa kvöldlestra. Undir háttatíma spurði móðir mín Sölva, hvort hann vildi lesa lesturinn fyrir okkur, og var hann fús til þess, greip hugvekjurnar og færði sig nær ljósinu, sem var rétt hjá rúmi okkar. Hann byrjaði á að syngja, og mér fannst hann gera það lag- lega, en þegar hann fór að lesa, fannst mér honum farast það svo fallega, að öll hræðsla livarf af mér, og hefði ég getað unað lestri hans miklu lengur en liann entist. — Fá rúm voru í baðstofunni, svo að þeir karlamir voru látnir sænga saman, Helgi til höfðalags, en Sölvi til fóta. Þegar allir voru komnir til náða og flestir sofnaðir, heyrðist allt í einu svo mikið brak, að aljir vöknuðu, sem sofn- aðir voru; þó hreyfði sig enginn né spurði, hvað á gengi, en um morguninn sáust þau verksummerki, að Sölvi hafði spyrnt gafl- þilinu undan höfðalagi Helga, svo að kodd- inn og höfuð hans lágu út í stórt gap á milli þils og veggjar. Vissi enginn, hvernig á þessu stóð, en síðan ég vitkaðist betur, Iiefur mér flogið í hug, að Sölvi hafi gert þetta af hrekk við Helga; hafi lionum þótt Helgi taka dauf- lega undir alla þá speki, sem hann jós yfir hann um kvöldið, og því þótt maklegt að klekkja á honum fyrir dræmar undirtektir. Eftir morgunmat fór Sölvi að tygja sig til ferðar, gekk fram í eldhús til móður minnar, þakkaði henni fyrir sig og galt henni eina krónu fyrir næturgreiðann. Furðuðu sig allir á þessu, því að ekki var Sölvi vanur að gjakla fyrir sig þar sem hann gisti, en talið var, að hann hefði með þessu viljað sýna virðingarvott, að vera beðinn að lesa hús- lesturinn. Þriðji umrenningurinn, sem oft kom til foreldra minna, var Jóhann, sem almennt var kallaður aumingi eða beri. Hann gekk svo til fara, að hörmulegt var að sjá, fötin héngu gauðrifin utan á honum og sást all- staðar í hann beran; liélt hann tötrunum saman til að hylja stærstu gloppurnar. Var þetta hin raunalegasta sjón, því að maður- inn var að öðru leyti myndarlegur á velli, stór og þrekinn, fremur stórskorinn í and- liti, en þó svipfallegur, rauðbirkinn, með mikið hár og skegg, sem var vel hirt og gréitt. Hann var nærri því eins J^ögul 1 og steinninn, því að varla fékkst úr honum orð. Þegar hann kom á lieimilið, gekkhannalltaf fyrst inn í fjárhústótt til að fela pjönkur þær, er hann hafði með sér, í einhverjum heystabbanum. Því næst gekk hann heim að bænum, gekk rakleiðis þegjandi til bað- stofu og lagðist upp í rúm, án Jsess að heilsa eða kasta kveðju á nokkurn mann. Þegar honum var borinn matur, borðaði hann með góðri lyst, en ekki var til neins að bjóða honum hníf, því að á honum vildi hann ekki snerta. Væri honum lengið harðmeti, harðfiskur, brauð og viðbit, byrj- aði hann á viðbitinu og lauk því, Jaar næst á brauðinu og síðast á fiskinum, og áhöld notaði hann eigi önnur en hendur og munn. Stundum dvaldist hann dögum saman hjá foreldrum mínum, lá uppi í rúmi og talaði ekki orð, en þegar dimrna tók á kvöldin, fór hann út í fjárhús eða tóttir, hvernig sem viðraði, og var þar næturlangt, því að aldrei fékkst hann til að.sofa inni hjá öðru fólki. Ekki var til neins að bjóða honum rúm, og aldrei fékkst hann til að vera við húslestur; Jregar fara átti að lesa, fór hann út í fjárhús, en kom svo aftur að lestri loknurn og lagðist
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.