Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Blaðsíða 19
N. Kv.
9
IJR MINNINGUM E. J. BREIDFjÓRÐS
að þar var Sölvi Helgason kominn. Settist
hann þegar á rúmið hjáHelgaogtóktilmáls,
en mér virtist Helga þykja lítið í gestinn
varið; jankaði hann stundum við ræðu Sölva
en mótmælti við og við. Herti þá Sölvi á
sér, og til áréttingar orðum sínum fór liann
að berja krepptum hnefanum á enni sér.
Virtist mér þá sópa að' karli, og svo skelkaðir
vorum við krakkarnir, að við skriðum upp í
rúmið fyrir ofan vinnukonuna og þorðum
við ekki að hreyfa okkur þaðan allt kvöldið;
en aldrei hafði ég augun af Sölva, sem óð
elginn alla kvöldvökuna, nema rétt á rneðan
hann var að borða. Þetta mun hafa verið rétt
um veturnætur, því að byrjað var að lesa
kvöldlestra. Undir háttatíma spurði móðir
mín Sölva, hvort hann vildi lesa lesturinn
fyrir okkur, og var hann fús til þess, greip
hugvekjurnar og færði sig nær ljósinu, sem
var rétt hjá rúmi okkar. Hann byrjaði á
að syngja, og mér fannst hann gera það lag-
lega, en þegar hann fór að lesa, fannst mér
honum farast það svo fallega, að öll hræðsla
livarf af mér, og hefði ég getað unað lestri
hans miklu lengur en liann entist. — Fá rúm
voru í baðstofunni, svo að þeir karlamir
voru látnir sænga saman, Helgi til höfðalags,
en Sölvi til fóta. Þegar allir voru komnir til
náða og flestir sofnaðir, heyrðist allt í einu
svo mikið brak, að aljir vöknuðu, sem sofn-
aðir voru; þó hreyfði sig enginn né spurði,
hvað á gengi, en um morguninn sáust þau
verksummerki, að Sölvi hafði spyrnt gafl-
þilinu undan höfðalagi Helga, svo að kodd-
inn og höfuð hans lágu út í stórt gap á milli
þils og veggjar. Vissi enginn, hvernig á þessu
stóð, en síðan ég vitkaðist betur, Iiefur mér
flogið í hug, að Sölvi hafi gert þetta af hrekk
við Helga; hafi lionum þótt Helgi taka dauf-
lega undir alla þá speki, sem hann jós yfir
hann um kvöldið, og því þótt maklegt að
klekkja á honum fyrir dræmar undirtektir.
Eftir morgunmat fór Sölvi að tygja sig til
ferðar, gekk fram í eldhús til móður minnar,
þakkaði henni fyrir sig og galt henni eina
krónu fyrir næturgreiðann. Furðuðu sig
allir á þessu, því að ekki var Sölvi vanur að
gjakla fyrir sig þar sem hann gisti, en talið
var, að hann hefði með þessu viljað sýna
virðingarvott, að vera beðinn að lesa hús-
lesturinn.
Þriðji umrenningurinn, sem oft kom til
foreldra minna, var Jóhann, sem almennt
var kallaður aumingi eða beri. Hann gekk
svo til fara, að hörmulegt var að sjá, fötin
héngu gauðrifin utan á honum og sást all-
staðar í hann beran; liélt hann tötrunum
saman til að hylja stærstu gloppurnar. Var
þetta hin raunalegasta sjón, því að maður-
inn var að öðru leyti myndarlegur á velli,
stór og þrekinn, fremur stórskorinn í and-
liti, en þó svipfallegur, rauðbirkinn, með
mikið hár og skegg, sem var vel hirt og
gréitt. Hann var nærri því eins J^ögul 1 og
steinninn, því að varla fékkst úr honum orð.
Þegar hann kom á lieimilið, gekkhannalltaf
fyrst inn í fjárhústótt til að fela pjönkur
þær, er hann hafði með sér, í einhverjum
heystabbanum. Því næst gekk hann heim
að bænum, gekk rakleiðis þegjandi til bað-
stofu og lagðist upp í rúm, án Jsess að
heilsa eða kasta kveðju á nokkurn mann.
Þegar honum var borinn matur, borðaði
hann með góðri lyst, en ekki var til neins
að bjóða honum hníf, því að á honum vildi
hann ekki snerta. Væri honum lengið
harðmeti, harðfiskur, brauð og viðbit, byrj-
aði hann á viðbitinu og lauk því, Jaar næst
á brauðinu og síðast á fiskinum, og áhöld
notaði hann eigi önnur en hendur og munn.
Stundum dvaldist hann dögum saman hjá
foreldrum mínum, lá uppi í rúmi og talaði
ekki orð, en þegar dimrna tók á kvöldin,
fór hann út í fjárhús eða tóttir, hvernig sem
viðraði, og var þar næturlangt, því að aldrei
fékkst hann til að.sofa inni hjá öðru fólki.
Ekki var til neins að bjóða honum rúm, og
aldrei fékkst hann til að vera við húslestur;
Jregar fara átti að lesa, fór hann út í fjárhús,
en kom svo aftur að lestri loknurn og lagðist