Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Page 26

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Page 26
1() DYVEKE N. Kv. „Satt er það,“ svaraði Sigbrit Willums; „en það er til lítils að tala, Ivvort sem það er gert mildi'lega eða harðneskjulega. Eg hef yfirheyrt Tómas bartskera og treysti honum betur en lærðu læknunum. Ef eg hef skilið hann rétt, þá get eg bætt drottningunni með heilsudrykk, sem eg sauð fyrir mörgum ár- um úr fjallajurtum á Björgvin. Eg reyndi drykkinn á konu Jörgens Hansens, og hún komst á fætur eftir þrjá daga.“ Konungur reis snöggt á fætur. „Látið mig fá þann drykk,“ mælti hann. „Nei,“ svaraði Sigbrit Willums. „Ef drottningin á að fá hann, þá verð eg sjálf að gefa henni hann inn; það er ekki til neins að aðrir geri það, þó að hennar náð eigi í hlut. Það er samúðin, sem hrífur, jafnframt kraftinum, sem er í slíkum heilsu- lyfjum. Um leið verður líka að hafa yfir formála, sem eg kann ein og trúi engum fyrir.“ „Galdrar og gerningar! “ mælti konungur reiðulega. Sigbrit yppti öxlum, en svaraði engu. Hún sttiddi hökunni á stafinn og liorfði ofan í gólfið; engin svipbrigði sáust á and- liti hennar. Konungur skotraði augum til hennar öðru hvoru og drap fingrum óþolin- móðlega á borðið. Svo lamdi hann hnefan- um á l^orðið. „Horfið á mig, Sigbrit Willums," mælti hann. Hún leit framan í hann. „Hver er tryggingin fyrir því, að þér bvrlið ekki drottninguhni eitur?“ spurði hann. Sigbrit hallaði sér aftur á bak í sætinu, lyfti upp stafnum og horfði á hann gaum- gæfilega og stakk honum aftur ofan í gólfið á milli knjáa sér. Engin merki geðbrigða sáust á andliti hennar. „Þér svarið mér ekki,“ mælti konungur. „Hverju ætti eg að svara yður?“ svaraði hún kæruleysislega. „Ef eg ætlaði mér að byrla drottningunni eitur, þá gæti eg það hvenær sem eg vi’ldi. Haldið þér ekki, að Sigbrit Willums eigi vikaliðuga þjóna við hirðina? En livers vegna ætti eg að gera henni mein. Ef eg hefði ekki viljað að hún kæmi hingað, þá hefði ekki orðið af því. Hefur yðar náð gleymt því, að það var eg, sem lrvatti yður til að ganga í hjónaband- ið?“ Konungur drúpti höfði og þagði. „Satt er það,“ mælti lrann loksins. „Þér gætuð byrlað henni eitur og mér og hverj- um, sem þér vilduð. í krukkum yðar og flöskum eru hættuleg efni. Ef eg héldi ekki hlífiskildi ylir yður, yrðuð þær kærð fyrir kukl og varpað á bál.“ „Vafalaust," svaraði Sigbrit rólega. „Menn eru jafnörvita hér og annars staðar í heiminum, og í krukkunum inínum eru hættuleg efni. Eitur og læknislyf eru tvær hliðar á sama hlut. Sjúkdómurinn, sem þjáir drottniguna, er eitur, og læknislyfið, sent eg gef henni, er annað eitur, sem rekur liitt á brott.“ Svo þögðu þau um stund. „Nei,“ mælti Sigbrit, „hafi eg nokkra ástæðu til að vera drottningu reið, þá er hún sú, að hún hefur ekki ennþá fætt yðar náð son.“ „Elísabet á enga sök á þvi,“ svaraði kon- ungiir. Þá lamdi Sigbrit stafnum í borðið. „Þá hefur yðar náð svikið eigi aðeins Elísabetu frá Búrgund, heldur einnig móð- ur yðar, mig óg allt ríkið, sem óskaði þessa hjúskapar!“ Konungur leit undan; augnaráð hans var hvikuilt og flöktandi, þegar liann sneri sér aftur að Sigbritu. „Hivemig ætti að koma því við, ef eg hleypti yður inn til drottningar?" mælri hann. „Ef það vitnaðist, að þér hefðuð komið þangað, yrði uppi fótur og fit; og færi svo, að Elísabet dæí, gæti eg ekki með neinu móti spornað við því, að almenning- ur tætti yður sundur.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.