Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Síða 27
N. Kv.
DYVEKE
17
„Látið mig um það,“ mælti Sigbrit, „en
bvað hitt snertir, kemst eg ekki inn í hölL
ma, ei: konungur getur ekki opnað liliðíð
'fyrir mér.“
— Þetta sania kvöld sat konungur við
sæng drottningar.
„El;ísabet,“ mælti hann, „hér í borginni
er nærfærin kona, sem kann að græða sár
°g lækna sóttir, þó að lærðu mennimir
halli liana galdrakind og áfelli hana harð-
lega. Eg held að hún geti bætt yður, og nú
er hún komin hingað. Viljið þér treysta
hennar forsjá?“
Elísabet roðnaði af gleði.
„Og það liafið þér gert fyrir mig, kæri
herra.“ Hún brosti og rétti fram máttlitlar
hendurnar. „Látið hana koma.“
>,Hún er hérna frammi,“ mælti konuno-
Ur- „Hún hefur sett það skilyrði, að hún
se ein inni hjá yður; hvorki eg né Róland-
llra má vera inni á meðan.“
„Farðu út, Rólandína,“ mælti drottning-
111 með ákefð, „og gættu þess, að enginn
homi inn. Hans náð hefur leitað mér lækn-
mga úti í borginni."
Svo rétti hún aftur konungi hendurnar.
„Farið svo, kæri herra, og hleypið kon-
Ulmi inn.“
Sigbrit Willums stóð við höfðalag drottn-
lngar. Hún var hjúpuð 'víðri kápu og va'r
rrieð dökka höfuðskýlu, svo að lítið sá í
annað en augun. Hún studdist fram á staf-
11111 og horfði fast á sjúklinginn; hún stóð
þannig, að drottning varð að reigja sig aí;t-
Ur á bak til að sjá hana.
„Seztu, kona góð,“ mælti Elísabet. „Hans
Uað hefur sagt, að bú getir læknað mig og
komiðmér;ffætur“
„Hans náð liefur farið með rétt mál, ‘
niælti Sigbrit. „Ef þér viljið drekka drykk-
lnn> sem eg bý til handa yður, þá skuluð
þér verða heilbrigð á þremur dögum,“
Hun settist á sængurstokkinn og greip
hikar, sem stóð þar með vini, og hellti í
hann úr þrem skammtabréfum, sem hún
tók úr barmi sínum. Drottning horfði á
hana með gaumgæfni.
„En hvað það kraumar og ólgar!“ mælti
hún.
„Það er eðli þess,“ svaraði Sigbrit. „Þetta
er máttugt móteitur, sem á að ryðja út skað-
legum vökvum úr líkama yðar náðar.“
„Æ — ef það gæti um leið læknað hjarta-
sár mín!“ andvarpaði drottning. „Réttu mér
bikarinn."
„Bíðið eilítið við,“ mælti Sigbrit. „Er
yðar náð ekkert lnædd um, að eg byrli yður
eitur?“
„Því þá?“ svaraði Elísabet, „konungur-
inn sendi yður til mín.“
„En ef þér láið nú að vita, að sú, sem
blandar yður drykkinn, er Sigbrit Wil-
lums?“
Drottning náfölnaði og starði á hana, en
svo mildaðist svipurinn og raunabros lék
um munn liennar.
„Eruð þér þá Sigbrit Willums — ntóðir
Dyveke?“
„Já, sú er konan,“ svaraði Sigbrit.
Elísabet rétti fram höndina eftir bik-
arnum.
„Eg hef síður ástæðu til að gruna yður
urn græsku en þér mig. Hvað væruð þér
bættar með, að eg dæi? En ef Dyveke hin
fagra dæi, þá gæti eg ef til vil öðlazt ást
eiginmanns míns.“
Svo teygaði hún bikarinn í botn. Hann
féll úr hendi hennar og valt fram á gólfið.
„Bað konungurinn yður að koma?“
spurði hún.
,,Nei,“ svaraði Sigbrit, „eg bauðst sjá'f
til þess. Þegar þér svo eruð orðin heilbrigð,
Elísabet drottning, þá minnist þess, að Sig-
brit Willums fæknaði yður.“
Drottningin brosti hálfsofandi. Sigbrit
laut yfir hana og horfði á hana, en svo rétti
hún sig upp og gekk þungum skrefum til
dyra. Hún opnaði hurðina og benti her-
bergisþernunni að koma inn fyrir.
,,Gætið þess, að enginn ónáði liennar
3