Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Side 37

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Side 37
N. Kv. DYVEKE 27 Svo fór hann inn til Dyveke, sem var föl og' útgrátin. Hann tók hana í faðm sér og klappaði henni á kinnina. „Dyveke, litla dúfan mín, liver skapraun- aði þér?“ „Enginn, kæri herra,“ svaraði hún. „Eg er stundum svo hnuggin í fásinninu og sakna F.dle síðan hún fór.“ „hað mætti hæglega fá aðra þjónustumey kanda þér,“ mælti konungur. En Dyveke hristi höfuðið. „Eg vil enga fá, og þetta lagast aftur. Ef €g hefði vitað, að yðar náð kæmi í kvöld, heíði eg vafalaust verið glaðlegri í bragði.“ „Dyveke,“ mælti hann, „ef einhver tek- ur þig frá mér, þá er úti um allt.“ Hún hrökk við og horfði óttaslegin á hann. Hún hélt, að liann ætti við Torben Hxe. Hana langaði til að segja honum satt frá öllu, hafði oft verið að því komin, en aldrei þorað það. „Eg veit ekki, hvað til þess kemur,“ mælti hann og lét brúnir síga; „mér verður svo oft þungt og gramt í skapi, og hvert sem eg lít, sýnist mér alls staðar vera óveðursský í hringum mig. Æ — Dyveke, ef konungur Hggur stund á réttlætið, eignast hann nrarga óvini." „Hann eignast líka vini,“ svaraði hún. „Eg á vin,‘ ‘mælti konungur, „og það væri Vanþakklæti að kannast ekki við það. Eg á nrenn mér holla og marga trúa og hyggna Þjóna; en þó eru þeir svo fáir, að í hvert Slnn, sem einhver þeirra fellur frá, þá verð eg hræddur og linnst eg vera eirnnana. Al- ^renningur skilur ekkert, hvað eg er að sys!a, og aðalsmennirnir og prelátarnir e8gja meira og meira hatur á mig með degi hverjum.“ „Þeir óttast yður samt,“ mælti hún. „Ojá,“ svaraði konungur, „þeir vita, að eg ber sverð, sem bítur, en þeir hafa líka Sln sverð, Dyveke, og láta þau ekki ryðga í shðrunum. Víðs vegar í ríkjunum sýna ntenn mér mótþróa, og eg þori ekki að treysta neinum framar. Ef eg yrði fyrir ein- hverju óhappi, mundi eg verða meir hjálp- arvana en nokkur annar konungui. Eg verð að leggja á þá skatta til eflingar ríkinu. Eg verð að refsa harðlega---æ, Dyveke, litla dúfan mín; eg hef mátt til að taka marga af lífi --hver getur sagt mér, liversu réttlátt það helur verið?“ „Þetta er lilutskipti konungsins, kæri herra,“ mælti hún. „Rétt er það, og eg er fær um að bera það,“ svaraði hann. „Stundum finnst mér, að það versta sé eftir. Eg vakna olt á næt- urnar og sé þá hræðilegar sýnir Þá finnst mér eg vaða í blóði upp í rnitti og sökkva einatt dýpra, þangað til eg drukkna að lok- um; og eg get þá ekki sofið nema eg taki inn svefnmeðalið, sem meistari Tómas hefur fyrirskipað mér. Þegar eg vakna svo aftur, er eg þreyttur og drungalegur og líður illa.“ „Þér eruð alltaf að liugsa um berferðina til Svíþjóðar,“ mælti Dyveke, „og mamma talar ekki um annað. Hún er kvíðafull eins og þér, reiknar í sífellu og blöskrar allt það fé, sem fer til vopnabúnaðarins." „Já, það er herferðin til Svíþjóða,“ svar- aði konungur. „Þangað liggur leiðin, og blæða skal eins og mig dreymir. Nái eg tang- arhaldi á svensku samsærisherrunum, skulu þeir rétt fá að lcenna á hefnd minni.“ Hann ýtti Dyveke frá sér og stóð upp; hann var orðinn rauðeygður og kreppti hnefana. En hún hjúfraði sig upp að hon- um og horfði bænaraugum á hann. „Þér megið ekki verða rauðeygður," mælti hún, „því að þá verður litla dúfan yðar hrædd.“ ,,}á,“ sagði hann og tók hana aftur í faðm sér. „Svo er, sem eg segi, að ef litla dúfan mín flýgur frá mér, þá er úti um allt. Þá ræð eg ekkert við þunglyndið, og hugsan- irnar bera mig þangað sem eg vil ekki vera.“ „Dyveke fer aldrei frá yður, fyrr en hún deyr,“ svaraði hún, „og þegar hún er dáin, 4*
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.