Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Síða 37
N. Kv.
DYVEKE
27
Svo fór hann inn til Dyveke, sem var föl
og' útgrátin. Hann tók hana í faðm sér og
klappaði henni á kinnina.
„Dyveke, litla dúfan mín, liver skapraun-
aði þér?“
„Enginn, kæri herra,“ svaraði hún. „Eg
er stundum svo hnuggin í fásinninu og
sakna F.dle síðan hún fór.“
„hað mætti hæglega fá aðra þjónustumey
kanda þér,“ mælti konungur.
En Dyveke hristi höfuðið.
„Eg vil enga fá, og þetta lagast aftur. Ef
€g hefði vitað, að yðar náð kæmi í kvöld,
heíði eg vafalaust verið glaðlegri í bragði.“
„Dyveke,“ mælti hann, „ef einhver tek-
ur þig frá mér, þá er úti um allt.“
Hún hrökk við og horfði óttaslegin á
hann. Hún hélt, að liann ætti við Torben
Hxe. Hana langaði til að segja honum satt
frá öllu, hafði oft verið að því komin, en
aldrei þorað það.
„Eg veit ekki, hvað til þess kemur,“ mælti
hann og lét brúnir síga; „mér verður svo oft
þungt og gramt í skapi, og hvert sem eg lít,
sýnist mér alls staðar vera óveðursský í
hringum mig. Æ — Dyveke, ef konungur
Hggur stund á réttlætið, eignast hann
nrarga óvini."
„Hann eignast líka vini,“ svaraði hún.
„Eg á vin,‘ ‘mælti konungur, „og það væri
Vanþakklæti að kannast ekki við það. Eg á
nrenn mér holla og marga trúa og hyggna
Þjóna; en þó eru þeir svo fáir, að í hvert
Slnn, sem einhver þeirra fellur frá, þá verð
eg hræddur og linnst eg vera eirnnana. Al-
^renningur skilur ekkert, hvað eg er að
sys!a, og aðalsmennirnir og prelátarnir
e8gja meira og meira hatur á mig með degi
hverjum.“
„Þeir óttast yður samt,“ mælti hún.
„Ojá,“ svaraði konungur, „þeir vita, að
eg ber sverð, sem bítur, en þeir hafa líka
Sln sverð, Dyveke, og láta þau ekki ryðga í
shðrunum. Víðs vegar í ríkjunum sýna
ntenn mér mótþróa, og eg þori ekki að
treysta neinum framar. Ef eg yrði fyrir ein-
hverju óhappi, mundi eg verða meir hjálp-
arvana en nokkur annar konungui. Eg verð
að leggja á þá skatta til eflingar ríkinu. Eg
verð að refsa harðlega---æ, Dyveke, litla
dúfan mín; eg hef mátt til að taka marga af
lífi --hver getur sagt mér, liversu réttlátt
það helur verið?“
„Þetta er lilutskipti konungsins, kæri
herra,“ mælti hún.
„Rétt er það, og eg er fær um að bera
það,“ svaraði hann. „Stundum finnst mér,
að það versta sé eftir. Eg vakna olt á næt-
urnar og sé þá hræðilegar sýnir Þá finnst
mér eg vaða í blóði upp í rnitti og sökkva
einatt dýpra, þangað til eg drukkna að lok-
um; og eg get þá ekki sofið nema eg taki inn
svefnmeðalið, sem meistari Tómas hefur
fyrirskipað mér. Þegar eg vakna svo aftur,
er eg þreyttur og drungalegur og líður illa.“
„Þér eruð alltaf að liugsa um berferðina
til Svíþjóðar,“ mælti Dyveke, „og mamma
talar ekki um annað. Hún er kvíðafull eins
og þér, reiknar í sífellu og blöskrar allt það
fé, sem fer til vopnabúnaðarins."
„Já, það er herferðin til Svíþjóða,“ svar-
aði konungur. „Þangað liggur leiðin, og
blæða skal eins og mig dreymir. Nái eg tang-
arhaldi á svensku samsærisherrunum, skulu
þeir rétt fá að lcenna á hefnd minni.“
Hann ýtti Dyveke frá sér og stóð upp;
hann var orðinn rauðeygður og kreppti
hnefana. En hún hjúfraði sig upp að hon-
um og horfði bænaraugum á hann.
„Þér megið ekki verða rauðeygður,"
mælti hún, „því að þá verður litla dúfan
yðar hrædd.“
,,}á,“ sagði hann og tók hana aftur í faðm
sér. „Svo er, sem eg segi, að ef litla dúfan
mín flýgur frá mér, þá er úti um allt. Þá
ræð eg ekkert við þunglyndið, og hugsan-
irnar bera mig þangað sem eg vil ekki vera.“
„Dyveke fer aldrei frá yður, fyrr en hún
deyr,“ svaraði hún, „og þegar hún er dáin,
4*