Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Síða 38
28
DYVEKE
N. Kv.
þ;í strýkur drottningin hár yðar og rekur
þunglyndið ;'i brótt."
„Drottningin,“ sagði hann reiðulega.
„Sigbrit talar um drottninguna og þú líka.
Hvað kemur luin ykkur við?"
Hann ýtti henni frá sér, og hún horfði
á hann ráðþrota.
„Ojæja," sagði hann og andvarpaði,
„Elísabet er góð og gæf eins og þú, veslings
ólánsbarn. Hvað á eg að gera með tvær góð-
ar og gæflyndar konur, þegar eg get ekki
elskað nenia aðra þeirra?"
32. kap. Meðan konungur var fjarverandi.
Kristján konungur liafði ráðið af að ferð-
ast til Gottorp til jaess að leita hófanna um
lán hjá föðurbróður sínum.
„Það er hættuför,“ sagði Sibgrit. „Ef her-
toginn kæmi Iiingað, þá mundurn við fá lán-
ið. Sé hann ein shygginn og við, setur hann
yðar náð þunga skilmála, þegar þér eruð
kominn til hans á Gottorp."
„Egslepp úr gildrunni frá honum,“ mælti
konungur.
Af því að honum flaug í hug að fara ei:
til vill alla leið til Brússel, til Jress að reyna
að kría út eitthvað af heimanmundinum,
þá fór hann til Elísabetar drottningar og
trúði henni fyrir þeirri fyrirætlun. Hann
kom sjaldan til hennar og aldrei fyrr hafði
hann minnzt á stjórnmál við hana. Drottn-
ingin roðnaði af trleði.
„Eg vildi óska, að eg hefði getað farið
þá för fyrir yður,“ mælti hún. „Eg skyldi lá
frænku til að bæta fyrir skuldseigjuna."
„Það getið þér ekki, Elísabet; en ef eg fer
svo langt, verðið þér að stjórna ríkinu í 1 jar-
veru minni."
Hún horfði hissa á hann.
„Hverjum stendur það nær en yður?"
mælti hann. „Þegar konungurinn er fjar-
verandi, verður drottningin að stjórna. Þó
að Jrér séuð ekki alin upp við stjórnr izku,
Jrá hafið þér ágæta menn til aðstoðar, fvrst
og fremst Mogens Gjöe, og auk hans Ove
Bilde og Lage Urna. Svo vil eg biðja yðui,
ef yður sýnist svo, að ráðfæra yður við
rnann, sem eg met mjög mikils, þótt ekki sé
hann aðalsættar; hann lreitir Hans Mikkel-
sen og mun bregða við, ef Jrér sendið Al-
brekt eftir honum."
„Eg skal fara alveg eftir boðurn yðar,“
mælti drottning. „En hvers vegna biðjið þér
mig ekki að leita ráða Sigbritar?"
„Munduð Jrér gera Jrað, ef eg bæði ýður
þess?" spurði konungur hissa.
„Það muudi eg gera," svaraði hún. „Hvers
vegna ætti eg að óttast hana, — hún, sem
hefur bjargað lífi mínu, og þér feitið lang-
mest hennar ráða."
Kristján konungur hneigði sig djúpt og
bar hönd liennar að vörum sér.
„Guð launi yður fyrir göfuglyndi yðar,
Eh'sabet," sagði ltann og viknaði við.
— Svo hélt hann af stað með rniklu fylgd-
arliði. Drottningin var glöð af virðingunni
og heiðrinum, sem liann hafði sýnt henni,
en Dyveke var harmþrungin. Hún hélt fast
um háls konungs, þegar Itann kvaddi hana,
svo að hann gat varla slitið sig lausan. Hún
kvað sér standa beyguf af þessari ferð lians
og sig hefði dreymt illa fyrir henni, svo að
hún byggist varla við að sjá hann framar.
„Hvaða vitleysa," sagði konungur. „Þú
verður að hrinda frá Jrér þessurn heimsku-
legu hugsunum og vera glöð á svip, þegar
eg-kem aftur. — Dyveke, litla dúfan mín,
nú verð eg að leggja af stað. Heyrirðu ekki
hestinn rninn stappa úti á hlaðinu?"
Það gerði hesturinn líka. Og allir herra-
mennirnir, sem áttu að fylgja hans náð til
Gottorp, vorti afar hneykslaðir.
„Hann er að sækja síðustu fyrirmælin til
Sigbritar kerlingar," sagði einn þeirra.
„Hann verður að kjassa Dyveke stundar-
korn um leið og hann kveður," sagði annar.
Svo kom konungur, kátur og fjörlegur,
steig á bak hestinum og laut niður að Tor-
ben Oxe, sem stóð hjá honum.
„Gætið vel að Dyveke," hvíslaði hans náð