Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Qupperneq 50

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Qupperneq 50
40 DYVEKE N. Kv. „Þú hefur gert það, sem þér var sagt. Farðu lieirn í búðina þína aftur og kærðu þig koll- óttan.“ Ríkisráðið sýknaði því alveg Torben Oxe af ákærunni um að hafa gefið Dyveke inn eitur; og ekki varð meira úr hinni ásökun- inni. Þegar hún var tekin fyrir, sagði bróðir Torbens, Jóhann Oxe, að hátignarmóðgun kæmi þar ekki til nokkurra mála. „Elans náð kærir bróður minn fyrir það, að hann hafi saurgað sæng hans. Það hefði sannarlega verið þung sök, sem hefði að sjálfsögðu varðað lífið, ef hún hefði átt sér stað. En eg veit ekki betur en að sæng kon- ungs sé sú, sem drottningin hvílir í. Hér á frilla konungs hlut að rnáli, og lögin vernda hana engan veginn.“ o o Hinir guldu jákvæði við þessu, og þannig var Torben Oxe sýknaður með öllu. „Svo leyfi eg mér að taka fram eitt atriði ennþá,“ mælti Jólrann Oxe, „og það er það, að ef Hróðir rninn hefði framið þetta lrvort tveggja, sem hans náð ákærir liann fyrir og við höfum sýknað hann af, þá hefði hann gert það ríkinu til heilla og þó mest til sálarheilla hans náð.“ „Þér skuluð ekki tala svo drembilega, herra Jóhann,“ svaraði Diðrik Slaghök. „Torben Oxe er enn ekki laus úr turnin- um. Fyrst skulum við vita, hvað hans náð segir urn mál þetta, því að það snertir hann mest allra manna." Hann gekk til konungs og skýrði honum frá dórni ríkisráðsins. Hann varð að segja tvfsvar frá honurn, svo að konungur léti sér skiljast orð hans. „Fjandinn fjarri mér,“ mælti hann svo. Hann gekk rakleitt inn í salinn, þar sem ríkisráðið var á fundi, og ávarpaði það rauð- eygður og froðufellandi: „Vita skuluð þið, að eins og jrið eruð hef eg aldrei getað þokað ykkur hársbreidd. Svo eruð þið bundnir saman af frændsemi og mægðum, að þið lítið eingöngu á það, sem er í þágu ykkar og aðalsins. Þegar eg hef leitað til ykkar með það, sem ríkinu rnætti að gagni verða, hafið þið vísað því á bug með þverúð og einþykkni, ef þið hafið ekki séð ykkur neinn hag í því. Þið hafið farið eins fram í þessu máli, og þess vegna fæ eg ekki dóm yfir Torben. Ef eg hefði átt eins marga frændur og vini í ráðinu og liann, þá hefði eg fengið annan dóm dæmd- an. En heyrið nú, hvað eg segi: Þó að Tor- ben Oxe hafi eins gildan háls og tarfur, þá skal hann missa hann!“ Svo sneri hann baki við þeim og fór. Þeir horfðu hver á annan. „Hann dirfðist ekki að taka Torben af lífi,“ sagði Jóhann Oxe. Enginn svaraði þessu, og þeir skildu áhyggjulausir. „Hvað nú?“ spurði konungur Diðrik Slag- Iiök. „Kannt þú ráð, Diðrik, því að hann skal missa höfuð sitt eins víst og eg er kon- ungurinn." „Ráðið er einfalt,“ svaraði Diðrik. „Það var glappaskot af yðar náð að stefna Tor- ben fyrir ríkisráðið. Hann er þjónn yðar hér í höllinni og á því að sjálfsögðu að dæm- ast eftir hirðskrá eða garðsrétti.“ „Eg sé enga bót í því,“ svaraði konungur; „í dómi þeim, sem á að dæma hann, verða eintómir aðalsmenn, og þeir sýkna hann eins og ríkisráðið.“ „Yðar náð getur nefnt menn í dóminn eftir eigin geðþótta," mælti Diðrik. „Ef þér viljið hlusta á lítilfjörlegt ráð frá mér, þá nefnum við tólf bændur frá Solbjerg í dóm og setjum réttinn innan fjögurra þing- bekkja á hallartorginu. Þá dæma sveitung- ar Torbens Oxe í máli hans, enda er hann embættismaður í Kaupmannahafnar-léni, 'Og meira getur liann ekki krafizt með sann- girni.“ Konungur horfði hissa á Diðrik og svo barði hann hnefanum í borðið. „Fjandinn fjarri mér!“ hrópaði hann. „Svona skal það vera.“ Þrem dögum síðar var réttur settur á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.