Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Side 52
42
DYVEKE
N. Kv.
allir — allir meðsekir í dauða hennar,----
betur að Jiöfuð þeirra a-llra hefðu setið á
hálsi Torbens!“
„]á,“ sagði Sigbrit.
Þá greip konungur liöndunum fyrir and-
lit sér og snökti:
„Dyveke, Dyveke, litla dúfan mín!“
— Kristján konungur lét jarða Dyveke í
Karmalitaklaustrinu í Helsingjaeyri. Hann
setti upp í klaustrinu fagra altarislarík, sem
myndir af Jionum og Dyveke voru mál-
aðar á.
ENDIR
Eftirmali.
Um sö<’ii þessa er óliætt að segja, að öll aðalatriði
hennar eru sönn og að hún er samin eftir áreiðan-
legurn hehnildum. En mörgunt mun finnast ht'm
nokkuð endaslepp, vegna þess að lwifundur skýrir
ekki frá afdrilum annarra söguhetjanna en Dyveke
einnar. — Skal Iiér því getið þeirra að nokkru.
Kristján konungur annar fór hina fyrirhuguðu
herferð til Svíþjóðar árið 1620 og tókst að brjóta
alla mótstöðu á bak aftur í bráð, en beitti þá svo
mikilli grimmd, að hann, þvert ofan í öll loforð
um grið og uppgjöf saka, lét taka af lífi fjölda
sænskra aðalsmanna og biskupa. Gcrðu Svíar þá
bráðlega upreisn að nýju og ráku Dani úr landi. —
Um sama leyti gerðist danski aðallinn Kristjáni
konutigi svo fráhverfur, að hann sagði honura upp
trú og hollustu, en bauð Friðriki hertoga af Gottorp
konungstign. Varð Kristján annar að flýja lantl
1523 og leita hælis og liðveizlu á Norðurlöndum.
Átta árurn síðar gerði hann tilraun til að vinna
aftur ríki sitt og gekk á land í Norégi með nokkru
liði. Varð honurn lítið ágengt; var svikinn í tryggð-
unt, fluttur til Danmerkur og haldið þar í fangelsi
til dauðadags. Hann dó 1559.
Elísabet drottning náði ástum konungs eftir lát
Dy veke. Hún Var ágætiskona og ntjög vinsæl af ö!l-
um landslýð; verður ekki annað séð en að konung-
ur hafi að fullu lært að meta kosti hennar. Þau
eignuðust nokkur börn. — Elísabet drottning dó á
Niðurlöndum 1526, aðeins 23 ára gömul.
Sigbrit Willums hélt að fullu hylli konungs eftir
lát Dyvekc og fór með honum úr landi 1523; eftir
það dvaldist hún í Hollandi. Fara litlar sögur aí
henni, en hún var enn á lífi 1531. Sumar sagnir
herma, að hún liafi að lokunt verið brennd á báli
fyrir galdra.
Diðrik Slaghök varð biskup í Lundi, þótt mis-
indisntaður væri. Vafalaust átti hann mikla sök á
aftökunum í Stokkhólmi 1520. Þegar páfinn síðar
sendi legáta sinn til Kaupmannahafnar til að krefj-
ast rannsóknar á aftökum sænsku biskupanna, gerði
Kristján konungur sér hægt um hönd og skellti
allri skuldinni á Diðrik, lét taka hann höndum,
pynta hann til meðkenningar og brenna á báli
1522.
Líklegt þykir, að Dyveke hafi dáið af eitri, enda
voru eiturmorð nokkuð algeng á þeirri öld. Aftur
á móti hefur aldrei sannazt, hver eða hverjir ltafi
verið þar að verki. Það er mjög vafasamt, hvort
Torben Oxe hefur nokkuð verið við það riðinn, og
aftaka hans var bláber löglevsa.
Þýö
Dísa og Runki
(Eftir handriti Ásmundar Helgasonar frá Bjargi.)
Dísa og Runki voru búin að ganga yfir
alllangan fjallveg, sem lá á milli tveggja
kaupstaða. Að fyrsta liúsinu, sem þau komu,
lráðu þau um að selja sér kaffi og fengu
það. Þegar þau liöfðu drukkið úr bollunum
kom húsfreyja inn og bauð þeirn meira
kaffi.
„Hvað kostar bollinn?.1 spyr Runki.
„Það liefur ekki verið vani liér að selja
kaffisopa og er ekki enn,“ segir húsfreyja.
„Þökk fyrir,“ segir Runki, „ég skal
Joiggja i bollann,“ en Dísa Joáði ekki meira.
Varð Jrá Runka að orði: „Alveg er ég
lússa á henni Dísu, að þiggja ekki meira
kaffi, Jrar sem hún er allan daginn að
þamba kaffi heima lijá sér.“
Eftir margra ára sambúð vildi Dísa taka
barn í fóstur. Það vildi Runki ekki, og sagði
að það væri miklu skennntilegra að eiga
barnið sjálfur. En það heppnaðist honum
þó aldrei.