Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Side 65

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Side 65
N. Kv. ÖLDUKAST freistuðu lians mjög til að bregðast heit- strengingu sinni, þau augnablik sem hon- unr fannst jafn erfitt að halda þau lieit eins og að klifra upp á hæsta tindinn á Mont- blanc, sem gnæfði við himin með mjalla- hvítan skallann. En hann stóðzt alla freistni og hvikaði í engu frá ásetningi sínum — hann skyldi sýna að hann vissi hvað hann vildi. „Við sjáumst aftur í Parísarborg eftir ný- ■árið,“ sagði Fanny er þau kvöddust. En þá skyldi hún sjá hann með trúlof- unarhring á fingrinum, hugsaði Holgeir með sjálfum sér, því lrann var einráðinn í því að trúlofast Margréti. — „Hvað ætlarðu nú annars fyrir þér, Hol- ;geir?“ spurði Gran einu sinni, er þeir stóðu og töluðu saman. „Ætlar þú að verða kenn- .ari?“ „Nei, það mundi reyna um ol á þolin- ntæði mína; þolinmæðin er ekki mín sterka hlið. Eo- vil heldur gjefa mig, við blaða- mennsku, ritstörfum eða máske helzt ger- ast listd(’)inari.“ „Þú ætlar þér þá ekki að vera við eina fjölina felldur,“ gall Margrét frarn í. „Nei, en þetta grípur rnjög hvað inn í annað.“ „En heldurðu ekki að betra og öruggara til frambúðar sé að komast í fasta stöðu, þó hún láti ef til vill rninna yfir sér?“ spurði Gran. „Nei, eg treysta mér ekki til að fást við ódæla og óstýriláta skólastráka. Eg verð að hafa frjálsar hendur og gefa mig \ ið því er meira er að mínu skapi og sem bæði er nyt- samlegra og lífvænlegra.“ Hann lýsti þessum fyrirætlunum sínum miklu nákvæmar fyrir Margréti nokkru síð- ar er þau voru á gangi úti, „Hvað segir þú um þetta, Magga? Hvað leggur þú til þessara mála? Hvað ræður þú mér til að taka fyrir? Þú hlýtur nú einnig að vera farin að bera nokkuð skyu á þetta. Hvernig litist þér á að eg fyrst dveldi svo sem árlangt í útlöndum og kynnti mér þar ýmislegt, er að blaðamennsku lýtur, kæmi svo heim og stofnaði blað, fullkomnara og í öðrum anda, víðsýnna og betur ritað, en þessir blaðasneplar, sem við eigum að venj- ast?“ „Eg legg ekkert til þessara mála, og ber ekkert skyn á þetta,“ svaraði Margrét. „Þú verður sjálfur að ráða ráðurn þínum hvað íramtíð þína snertir." „Já, en mér finnst Jrú vera hluti af mér; við eigum svo margar og miklar endur- minningar saman frá fyrri tímurn, frá heimilinu okkar sameiginlega, sem við bæði elskum — og móður þinni, sem eg aldrei gleymi. Ó, hefði hún nú verið á lífi og getað gefið mér góð ráð og bendingar!“ „Ójá, en ertu nú svo viss um, að þú hefðir farið að ráðum hennar?“ ,, Já, Jnað held eg; og hitt veit eg, að eg fer að ráðum J)ínum.“ Þau settust niður fremst á klettunum er liggja fram í sjóinn. „Þér er Jró eigi sama um framtíð mína, Magga?“ „Nei, auðvitað er mér Jrað ekki.“ Honum fannst liann leggja þann innileik í Jressa spurningu sína, að hún hlyti að finna hvað honum inni fyrir bjó, en hann þóttist aðeins finna kalda alvöru leggja af svari •hennar, í því fólst engin alúð, um það bar málrómurinn hennar órækan vott. En það stafaði auðvitað frá J)ví, að hún renndi enn eigi grun í hvað honum inni fyrir bjó. Rétt- ast væri því nú þegar á Jressari stundu að opna henni hjarta sitt, svo að enginn mis- skilningur kærnist að, hún Jíyrfti eigi fram- ar að ganga í neinni óvissu. Og var þetta í raun og- veru nokkur fórn frá hans lilið? Var hún máske ekki geðjrekk og elskuleg, Jressi inndæla stúlka með dökkbláu augun og töfrandi, seyðandi augnatillitið? „Mér er ekki nóg að þú látir þér annt um mig að nokkru leyti, Magga! Eg er ekki að biðja aðeins um vináttu þína og systurlega
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.