Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Síða 65
N. Kv.
ÖLDUKAST
freistuðu lians mjög til að bregðast heit-
strengingu sinni, þau augnablik sem hon-
unr fannst jafn erfitt að halda þau lieit eins
og að klifra upp á hæsta tindinn á Mont-
blanc, sem gnæfði við himin með mjalla-
hvítan skallann. En hann stóðzt alla freistni
og hvikaði í engu frá ásetningi sínum —
hann skyldi sýna að hann vissi hvað hann
vildi.
„Við sjáumst aftur í Parísarborg eftir ný-
■árið,“ sagði Fanny er þau kvöddust.
En þá skyldi hún sjá hann með trúlof-
unarhring á fingrinum, hugsaði Holgeir
með sjálfum sér, því lrann var einráðinn í
því að trúlofast Margréti. —
„Hvað ætlarðu nú annars fyrir þér, Hol-
;geir?“ spurði Gran einu sinni, er þeir stóðu
og töluðu saman. „Ætlar þú að verða kenn-
.ari?“
„Nei, það mundi reyna um ol á þolin-
ntæði mína; þolinmæðin er ekki mín sterka
hlið. Eo- vil heldur gjefa mig, við blaða-
mennsku, ritstörfum eða máske helzt ger-
ast listd(’)inari.“
„Þú ætlar þér þá ekki að vera við eina
fjölina felldur,“ gall Margrét frarn í.
„Nei, en þetta grípur rnjög hvað inn í
annað.“
„En heldurðu ekki að betra og öruggara
til frambúðar sé að komast í fasta stöðu, þó
hún láti ef til vill rninna yfir sér?“ spurði
Gran.
„Nei, eg treysta mér ekki til að fást við
ódæla og óstýriláta skólastráka. Eg verð að
hafa frjálsar hendur og gefa mig \ ið því er
meira er að mínu skapi og sem bæði er nyt-
samlegra og lífvænlegra.“
Hann lýsti þessum fyrirætlunum sínum
miklu nákvæmar fyrir Margréti nokkru síð-
ar er þau voru á gangi úti,
„Hvað segir þú um þetta, Magga? Hvað
leggur þú til þessara mála? Hvað ræður þú
mér til að taka fyrir? Þú hlýtur nú einnig að
vera farin að bera nokkuð skyu á þetta.
Hvernig litist þér á að eg fyrst dveldi svo
sem árlangt í útlöndum og kynnti mér þar
ýmislegt, er að blaðamennsku lýtur, kæmi
svo heim og stofnaði blað, fullkomnara og í
öðrum anda, víðsýnna og betur ritað, en
þessir blaðasneplar, sem við eigum að venj-
ast?“
„Eg legg ekkert til þessara mála, og ber
ekkert skyn á þetta,“ svaraði Margrét. „Þú
verður sjálfur að ráða ráðurn þínum hvað
íramtíð þína snertir."
„Já, en mér finnst Jrú vera hluti af mér;
við eigum svo margar og miklar endur-
minningar saman frá fyrri tímurn, frá
heimilinu okkar sameiginlega, sem við bæði
elskum — og móður þinni, sem eg aldrei
gleymi. Ó, hefði hún nú verið á lífi og getað
gefið mér góð ráð og bendingar!“
„Ójá, en ertu nú svo viss um, að þú hefðir
farið að ráðum hennar?“
,, Já, Jnað held eg; og hitt veit eg, að eg fer
að ráðum J)ínum.“
Þau settust niður fremst á klettunum er
liggja fram í sjóinn.
„Þér er Jró eigi sama um framtíð mína,
Magga?“
„Nei, auðvitað er mér Jrað ekki.“
Honum fannst liann leggja þann innileik
í Jressa spurningu sína, að hún hlyti að finna
hvað honum inni fyrir bjó, en hann þóttist
aðeins finna kalda alvöru leggja af svari
•hennar, í því fólst engin alúð, um það bar
málrómurinn hennar órækan vott. En það
stafaði auðvitað frá J)ví, að hún renndi enn
eigi grun í hvað honum inni fyrir bjó. Rétt-
ast væri því nú þegar á Jressari stundu að
opna henni hjarta sitt, svo að enginn mis-
skilningur kærnist að, hún Jíyrfti eigi fram-
ar að ganga í neinni óvissu. Og var þetta í
raun og- veru nokkur fórn frá hans lilið? Var
hún máske ekki geðjrekk og elskuleg, Jressi
inndæla stúlka með dökkbláu augun og
töfrandi, seyðandi augnatillitið?
„Mér er ekki nóg að þú látir þér annt um
mig að nokkru leyti, Magga! Eg er ekki að
biðja aðeins um vináttu þína og systurlega