Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Page 72
62
BOKMENNTIR
N. Kv.
þjóðanna“, störfum hennar og verkefnum.
Þá er og skýrt frá undirbúningi að samtök-
um Sameinuðu þjóðanna og starfsskrá
þeirra birt. Er allt þetta vfirlit bið fróðleg-
asta og handhægt að bafa það saman komið
á einum stað í aðgengilegu formi. I ritinu
eru ýmsar ræður birtar, sem haldnar bafa
verið á alþjóðafundum og lýsa þær viðhorf-
um ýmissa forystumanna beimsins til áður-
nefndra samtaka og bverjar vonir þeir hafa
við þau tengt. En margt þarna fróðlegt og
skemmtilegt og góður fengur að bók þessari
öllum þeim, sem láta sig alþjóðamál og upp-
eldi þjóðanna nokkru skipta.
Kristleifur Þorstcinsson hefur sent frá sér
stórt bindi af borgfirzkum þáttum, er lieita:
Úr byggðum Borgarfjarðar, IE bindi. Hef-
ur Þórður sonur hans búið þættina til
prentunar eins og fyrra bindið, er út kom
fyrir nokkrum árum. I þessu bindi eru end-
urprentaðir þættir þeir, er á sínum tíma
birtust í Héraðssögu Borgarfjarðar, en
nokkru við aukið. Er góður fengur að því,
að fá þá á einum stað, því að Héraðssagan
er nii löngu uppsekl og ófáanleg. Kristleif-
ur er bins vegar svo merkur rithöfundur, að
vel samir, að ritum bans sé safnað í eina
lieild, en þeirra þurfi ekki að leita innan
um söfn annarra. Er útgáfa þessi á ritum
bans bin myndarlegasta og samboðin góðri
bók.
Borgarfjarðarþættir Kristleifs fjalla eink-
um um binn efri hluta héraðsins. Koma þeir
víða við, og munu fá atriði hins daglega lífs
þar í byggðum á seinni hluta 19. aldar, sem
ekki er getið, og fátt í þjóðháttum og rnenn-
ingu þar í héraði á sama tíma, sem ekki eru
gerð nokkur skil. Eiunig er þar allmikill
persónufróðleikur. Frásögn Iíristleifs er
skýr, og hann bregður upp ágætum mynd-
um af horfinni tíð fyrir augu lesanda. Er
sú trúa mín, að þættir lians muni því meira
metnir, sem lengra líður. Þeir eru ómetan-
leg heimild um íslen/ka menningarsögu á
liðinni öld. Ekki cr mér kunnugt, hvort
Kristleifur eigi í fórum sínum efni í þriðja
bindið úr byggðum Borgarfjarðar, en óhætt
mundi honunr að láta það frá sér fara, því
að ekki mun hann skorta lesendur.
Gamalt og nýtt heitir dálítið kver eftir
Sigurð Þorsteinsson, eru það minningar höf.
um uppvöxt og æsku. Frásagnir af atburð-
um, svo sem byggingu Ölfusárbrúarinnar,
frá landskjálftunum 1896, o. fl. Þá getur
höf. og nokkurra merkismanna og að lokum
er hugleiðing höf. um ýmsa þætti þjóðlífs-
ins nú á dögum. Ýmislegt fleira er í riti
þessu, þótt ckki sé það stórt né láti mikið
yíir sér. Höf. er hófsamur í frásögn, en hik-
ar þó ekki við að láta skoðun sína í ljós,
hvort. sem öðrum kynna að líka betur eða
verr, svo sem háttur er einarða maniia.
Sómir þessi litla bók Sigurðar Þoisteinsson-
ar sér vel meðal minningabóka þeirra, sem
birzt hafa á undanförnum árum.
Björgun og lífgun eftir Jón Oddgeir
Jónsson og Vigni Andrésson. Þetta er lítið
kver, en hið þarfasta í' hvívetna. Eru þar
gefnar leiðbeiningar og reglur um, hversu
skuli að farið, er bjarga þarf mönnum úr
vatni, auðu eða ísi lögðu. Einnig er því lýst,
hverjar aðferðir skuli hafa við lífgun
þeirra, sem að því eru komnir, að drukkna.
Eru leiðheiningar þessar skýrar og gagnorð-
ar. Fjöldi mynda er í bókinni. Nú er sund
orðin skyldunámsgrein við skóla landsins.
Væri þá ekki rétt að bæta einnig við auk-
inni kennslu í björgun og lífgun og þá er
þetta kver tilvalinn leiðarvísir. F.n raunar
ætti hver maður að kynna sér megin atriði
þess, því að enginn veit hvenær hann kann
að hafa JoörI þess fróðleiks, sem þar er fram
reiddur.
Þá hefir og ísafold gefið iit nokkrar þýdd-
ar skemmtisögur. Má ai: þeim netna Ester,
Hansinu Sólstað og Á sama sólarhring.
Nú á seinni árum hefur ísafold annast
útgáfu fjölda kennslubóka fyrir framhalds-
skóla landsins. t þeim hópi er nýútkomin
bók, sem nokkurt nýjabragð er að, en það