Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Page 74

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Page 74
64 BOKMENNTIR N. Kv. safna til góðra þjóðsagnasafna, ef vel er á haldið. Margit Ravn: Glaðheimar, í skugga Evu. Bókaforlag Þ. M. J. Ak. 1948. Þessar tvær nýjustu sögur Margit Ravn eru sambornar systur hinna fyrri, létt læsi- legar, og skemmtilegar unglingasögur, sem þó, þegar öllu er á botninn hvolft, flytja heilbrigða lífsskoðun og orka áreiðanlega fremur til bóta en hitt á lesendur sína. Þótt ekki sé hér um mikil skáldverk að ræða, standa þær áreiðanlega framar öllum þorra þeirra þýddu unglingasagna, sem flæða inn á bókamarkaðinn á ári hverju. Enda má segja, að vinsældir þeirra fari vaxandi með liverri nýrri bók. III. FRÁ HELGAFELLI. Hallclór Kiljan Laxness: Atómstöðin. Helgafell. Rvík 1948. Ný skáldsaga eftir Laxness jjykir venju- lega hokkrum tíðindum sæta, og ekki að ástæðulausu. Venjulegast skipast menn í flokka um hverja nýja bók hans, sumir hefja þær til skýjanna, sem hámark listar og skáldskapar, en aðrir sjá þar ekkert nýti- legt en oftast liggur sannleikurinn mitt á milli. Um Atómstöðina, hina nýjustu skáld- sögu H. K. L., hefur gengt nokkuð öðru máli. Fáir hafa getið hennar, og jafnvel sanntrúuðustu dáendur höfundar hafa nú verið þögulir, svo að hrósyrðin, sem hún Irefur hlotið eru harla fá. Þetta er raunar jnjög að vonurn, því aðengummunblandast hugur um, að þetta er eitt lélegasta verk höf., og þó er sagan með flestum einkennum höfundar. E-n þar sem hann í nær ölium sögum sínum fer alltaf við og við á kostum skáldlistar og stílleikni, má segja, að skáld- gáfan dotti lengstiun í Atómstöðinni, en tækni höfundar gerir það að verkum að lesandinn endist til að lesa bókina á enda. Sagan á að vera ádeila á stjórnarfarið í landinu og einkum flugvallai'samninginn. En höfundi ferst ádeilan svo klaufalega úr hendi að furðu gegnir um svo snjallan rit- höfund. Það er náttúrlega eðlilegt frá sjónarmiði samtíðar konnnúnista, að for- ystumenn hins borgaralega þjóðfélags séu fantar, en að gera þá líka að flónum er lengra gengið, en ætla má nokkrum manni með heilbrigða hugsun að trúa. En annars einkennir það mjög þessa bók H. K. L., að varla nokkur mauneskja, sem fram kemur i sögunnni, getur talist normal. Heimspeki organistans, sem virðist vera eftirlæti höf., líkist meira óráðshjali en djúphugsaðri speki reynds öldungs. Telja má, að höf. setji upp tvær „typur“ Reykjavíkurlífsins. Annars vegar hófleysi og spillingu yfirstéttarinnar í heimili og fjölskyldu Búa Árlands, en liins vegar er kommúnistasellan, hó°værir menn o°' fá- tækii', sem gefa sinn síðasta skilding til þess að bera sannleikanum vitni í l)laðinu (Þjóð- viljanum) í svigum. En þótt höf. ætli áð smeygja inn með þeirri mynd lævíslegum kommúnistaáróðri, skín þó áva-lt í gegn hið sanna innræti forystumannsins, sem ekki má lieyra Ráðstjórnarríkin nefnd Rússland. En mála sannast er það, að báðar typurnar eru svo ýktar, að enginn trúir á gildi þeii'ra, svo að liöf. bregzt þar bogalistin. Þegar allt kemur til alls, er ekki hægt annað að segja, en Atómstöðin sé misheppn- uð bók og ekki samboðin höfundi sínum. Hún er bæði misheppnað skáldverk og mis- heppnuð ádeila. Að einu leyti er bókin þó sönn, lnin er kommúnistarit af efstu gráðu. Það er al- kunna, að kommúnistár hafa nú urn skeið haldið uppi bókmenntaáróðri til þess að glepja mönnum sýn á verðmætum lífs og listar. H. K. L. er viðurkenndur listamað- ur. í skjóli þess halda ái'óðursmenn komm- únista fram, að allt, sem úr penna hans flýt- ur, sé hin sanna list. Með því má rugla.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.