Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Page 82
N. Kv.
Kaptajn Marryat:
Fíink Stýrimaður
Þýtt hefir: R. M. JÓNSSON
I. KAPlTULI.
í sjóroki á Atlantshafi.
Það var í októbermánuði, og haustveðr-
áttan lögst að fyrir alvöru. Hið mikla og
góða skip „Tasmania" átti í alvarlegum
fangbrögðum við ægi úti á miðju Atlanz-
liaíi, í háaroki og stórsjó. Sannarlega hafði
skotið fyrir heppni, að skipverjar voru
búnir að ná saman seglum, áður en mesti
ofsinn skall á, því annars hefði svona fár-
viðri rifið öll seglin í tætlur. Fyrr gat nú
verið fárviðri! Hefði „Tasmanía“ eigi verið
annað eins gæða skip og hún var, traust og
vel lijguð, og skipstjórinn eigi verið jafn
duglegur, slyngur, ráðgóður, skjótráður og
úrráðagóður og hann var, þá hefði þetta
glæsilega og fyrr svo farsæla skip nú legið
;i mararbotni. — Það var um þetta, sem liinn
aldraði, margreyndi sjómaður, stýrimaður-
inn á skipinu, var nú að hugsa, þar sem
hann stóð og var að horfa út yfir hið ægi-
lega haf, í þess stórhrikalega tryllingi.
Þessi stýrimaður, sem kemur svo mjög
við sögu þessa, Iiét Flink, og það var óhætt
að segja, að hann bar nafn með rentu. Nú
var hann orðinn gamall og grár fyrir hær-
um hrukkóttur og veðurbarinn, sem og eigi
var furða, þar sem liann var búinn að þvæl-
ast á sjónum yfir 50 ár, eða Irá því, er hann
tíu ára gamall drengur, fyrst fór í sigiingar
á gömlum kolaiiutningsdalli. Um mörg ár
hafði hann verið í sjóhernum, sigit um öll
höf heimsins, og alstaðar og ævinlega komið
sér vel, svo að öllum var vel til hans, jafnt
yfirmönnum sem undirgefnum. Hann hafði
frá mörgu að segja frá sjóferðum sínum um
öll höf og heimsálfur, og sumar sögur hans
vorp máske ekki ævinlega sem trúlegastar..
En allir, sem þekktu Flink gamla stýri-
mann, vissu vel, að honum varð aldrei á
að segja ósatt, aldrei á að krydda sögur sín-
ar með ósannindum, til þess að ganga fram
af hlustendum sínum eins og álitið er, og
það með réttu, að sjómönnum hætti oft til.
Nei, með vilja kom aldrei ósatt orð fram
af vörum hans; hann var of vandaður mað-
ur, of vandur að virðingu sinni til þe.ss,
að segja annað en það, sem satt var og rétt.
Enginn var honum snjallari í því að standa
við stýrið og stýra skútunni sinni í roki og
sjávargangi en hann, enginn athugulli og
gætnari, er út í hið versta var komið, og
æðruorð lieyrðist aldrei af hans vörum,
hversu ískyggilegt sem útlitið var. Hann
treysti guði og fyrirvarð sig ekki fyrir að
játa trú sína á hann og traustið á honum,
og aldrei mátti hann heyra farið léttúðug-
um orðum eða lítilsvirðandi um guð eða
guðlega hluti. Heyrði hann slíkt, var hon-
um að mæta. I fáum orðum að segja var
hann svo vandaður í öllu sínu dagfari og
framkomu, að hann var stétt sinni til veru-
legs sóma. Þess skal getið, að Flink gamli
var annar stýrimaður á „Tasmaníu".
Við hlið hins gamla manns stóð nú þarna
í storminum og öldurótinu ungur sveinn,
á að gizka 11 til 12 ára gamall. Snáðinn sá