Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Side 84
74
FLINK STÝRIMAÐUR
N. Kv.
um, herfum, ristuspöðum og öðvum áhölcl-
um, sem og trjáplöntum ýimiskonar og fræ-
tegundum, er enn eigi þekktust suður þar,
ennfremur innanstokkmunum af nýjustu
tízku o. fl. o. fl. — Öllu ægði þessu nú sam-
an í lestinni á Tasmaníu — og að síðustu
hafði Grafton eigi gleymt að vera sér úti
um tvo góða fjárhunda er dafnað höfðu
heldur vel undir nöfnunum: Romulus og
Remus. Frú Grafton var hin elskulegasta
og mikilhæfasta kona, en var nú nokkuð
farin að láta undan og oft lasin og varð að
hlífa sér heilsunnar vegna. Börn þeirra
Jijóna voru eins og áður um getur fjögur
talsins: Vilhjálmur, Tlionras, Karólína og
Albert. Vilhjálmur var elztur og skynsam-
astur þeirra allra og liið mesta mannsefni,
ötull og ósérhlífinn og svo fullorðnislegur
í allri framkomu, að athygli vakti. Tliomas
var aðeins ö ára og hinn mesti fjörkálfur,
svo að hann oft eigi fékk stjórnað sér. Hann
var hinn mesti órabelgur og fann oft upp á
ýmsum brellum er gátu komið sér illa. Karó-
lína var sjö ára, gott og hlýðið barn. Hið
fjórða og yngsta barnanna var Albert og
var hann enn eigi árs gamall. en sérlega
efnilegur snáði eftir aldri. Hans gætti mið-
aldra svertingjastúlka, er fhitzt hafði frá
Kaplandi til Sidney fyrir nokkrum árum,
og ráðist liafði sem þjóníistustúlka. eða þó
einkum barnfóstra til þeirra Graftons-h jón:u
og höfðu þau tekið hana með sér í þessa
Englandsför, og skyldi hún gæta barnanna,
enda óhætt að trúa henni fyrir þeim.
Skipstjórinn á „Tasmaníu“, Osborn að
nafni, var einkar duglegur og samvizku-
saraur yfirmaður og bezti drengur. Hann
var góður og nákvæmur undirmönnum sín-
um og síkátur og glaðvær í allri framkomu
sinni, en hann v ildi láta lilýða sér í öllu. —
Um Mackintoss yfirstýrimann var nokkuð
öðru máli að gegna. Að sönnu var hann
dugnaðarforkur hinn mesti og gegndi störf-
urn sínum vel og óaðfinnanlega, en hann var
þurrdrumbslegur, afundinn og fú 11 í allri
framkomu sinni gagnvart unclirmönnun-
um og eins stórbokkalegur og ókurteis, eins
og Osborn var alúðlegur og kurteis. Og
hann tamdi sér það orðbragð gagnvart skip-
verjum, er honum var síður en svo til sóma.
Hartn var skozkur að ætt, og átti því ekki
langt að sækja það, ]ró hann væri grófgerður
og Jirottalegur í viðmóti, því að Skotum
hættir óneitanlega til að vera það, ef satt
skal segja. Osborn skipstjóri var vanur að
segja, að liann bæri alveg ótakmarkað traust
til Mackintoss yfirstýrimanns í öllu er að
störfum lians laut, því að hann hefði aldrei
þekkt ábyggilegri rnann, en þó færi því
mjög fjarri, að hann væri vel ánægður með
hann að sömu leyti. Öðrum stýrimanni,
Flink, höfum vér þegar lýst. Hásetar voru
nú 13 talsins á Tasmaníu, en þeir voru allt-
of fáir á svo stóru skipi, enda hafði Osborn
skipstjóri upphaflega ráðið 18 háseta, en 5
þeiira líkaði eigi \ istin um borð og voru
stroknir frá skipinu, áður en það lét í haf.
Skipstjóri nennti þá eigi að vera að verja
tíma í að vera sér úti um nýja háseta í þeirra
stað og lagði svo af stað með þá 13 er eftir
voru, en það hefði hann áreiðanlega ekki
gert, hefði hann mátt sjá fyrir alla þá erfið-
leika er í vændum voru fyrir vesalings „Tas-
maníu“ á hinni örlagaríku ferð hennar frá
Englandi til Nýja-suður-Wales, en nú var
komið sem komið var og eigi urn það að
fást. Nú varð að duga eða drepast með þessa
áhöfn og taka hverju því er mæta kynni.
II. KAPÍTULI.
I logni og sójskirii.
Hið látlausa fárviðri var nú búið að ham-
ast í fulla fjóra daga með óhemju sjóróti og
öldugangi. En svo mátti segja, að allt í einu
dytti í dúna logn. Það voru heldur ekki um-
skipti fyrir hina fámennu og aðþrengdu
skipverja á „Tasmaníu" eftir allt volkið og
ofreynsluna undanfarna daga, að fá nú of-