Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Page 86
76
FLINK STÝRIMAÐUR
N. Kv.
Villa son yðar, að hann skuli eigi spara að
spyrjast fyrir um livað eina, sem hann sjálf-
ur eigi er fullkomlega inn í. Það er bezti
skólinn í lífinu.“
„Það er líka margt sem eg spyr um til
þess að fræðast af þér, Flink minn.“
„Já, og það er ævinlega skynsemi í öllu, er
þú spyrð um, og svo á að vera, Villi minn “
En nú sleit frú Grafton, er búin var að i i
nóg af því að vera á þiljum, samtalið. Hún
vildi komast niður í hlýjuna, því að henni
var farið að kólna. Hún sneri sér að Flink
og bað hann að bera Albert litla ofan í, af
því að stíginn var svo brattur. Flink, sem
ævinlega vildi allt fyrir frúna og börn henn-
ar gera, kvað það velkomið.
Fáðu mér litla snáðann, Júnö,“ sagði
hann, „og sjálf skaltu fara ofan í á undan og
haltu þér vel, ]jví að annars getur vel svo
farið, að þú dettir úr stiganum og liálsbrjót-
ir þig!“
„Nú, ekki veldur sá er varir, þótt verr
fari,“ sagði Júnó, og skellihló.
,, fá, og þó nú að máske það eigi takist svo
illa til, að þú hálsbrotnaðir, þá gæti þó svo
farið að þú liandleggsbrotnaðir, og hvernig
ættir þú þá að geta haldið á Albert litla á
handleggnum?“
Þau fóru nú öll niður í, og er þangað
kom, fór skipstjóri að sýna Grafton á kort-
inu hvar þau nú væru stödd. Þess konar geta
sjómenn svo auðveldlega reiknað út eftir
sólarhæð og ýmsum þar til gerðum áhöld-
um, er nefnast fjórðungsmælar og sjöttungs-
mælar o. s. frv. Það reyndist nú svo, að „Tas-
manía“ átti eftir að fara 130 mílufjórðunga
áður en hún færi fram hjá Góðrarvonar-
höfða. Með öðrum orðum myndu þeir, að
öllu forfallalausu, geta varpað akkerum
daginn eftir á höfninni í Hijfðakaupstað.
Þegar Grafton heyrði þetta, klappaði
hann Júnó á kinnina, strauk um tinnu-
svarta liárið á henni og sagði góðlátlega við
liana, eins og henni til hughreystingar:
„Þú getur þá átt von á að fá að sjá for-
foreldra þína á morgun, litla vina mín.“
Aumingja negrastúlkan hristi sorgmædd
höfuðið og svaraði:
„Nei, foreldrar mínir verða eigi þar í
borginni. Þau voru seld í þrældóm Búa ein-
um, er svo llutti með þau langt út á land.
Þá var eg barn að aldri, er þau voru rifin frá
mér.“
Frú Grafton komst við, er hún heyrði
þetta, og til að reyna að hugga hana, sagði
hún:
„Þú ert engin þrælborin ambátt, Júnó
mín. Eftír að hafa verið í Englandi ert þú
frjálsborin kona. Þú hlýtur að \ i ta það, að
hver sem stígið hefur fæti á land í Englandi,
hvort heldur sem er karl eða kona, er frjáls
úr því.“
Við þessi hughreystingarorð frúarinnar
opnuðust táralindir aumingja blökkustúlk-
unnar og tárin streymdu niður svörtu kinn-
arnar.
„Já, eg veit að eg er frjáls," fékk hún
stunið upp snöktandi, „en — en — eg á Joó
enga foreldra — engan pabba og enga
mömmu, til að taka þátt í kjörum mínum.“
En þegar svo Albert litli fór að klappa
henni og rífa í hárið á henni með litlu hönd-
unum, fór aftur að votta fyrir brosi á and-
litinu, og skötnmu síðar var hún búin að ná
sér oq: farin að leika við litla snáðann, eins
og ekkert. hefði í skorist.
III. KAPÍTULI.
Torn og Ijónið i Höfðakaupslað.
Það fór sem Osborn .skipstjóri hafði spáð.
Daginn eftir sigldi „Tasmanía" fram hjá
suðurodda Afríku og varpaði akkerum í
Taffelvíkinni.
„Taffelvík! Hvernig stendur á því, að
víkin ber þetta nafn?“ spurði Villi Flink
vin sinn.