Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Page 90

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Page 90
80 FLINK STÝRIMAÐUR N. Kv. enginn skipverja í'ór af þiljum, þótt varð- gæzlutóm ætti, á meðan mest gekk á. Svo allt í einu, kl. 3 um nóttina, datt í dúnalogn, en aðeins örskamma stund. Svo laust á sama fárviðrið aftur, en nú af ann- arri átt, eins og Flink liafði fyrir sagt. Það varð koldimmt. yfir og eigi sáust handa sinna skil. Fyrir „Tasmaníu“ var eigi um annað að ræða, en breyta stefnu og hleypa undan fárviðrinu, hvað sem svo við tæki. En það var ekkert gamanspaug við að eiga, því að öldurótið og sjávargangurinn var svo ægilegur, að liver holskeflan hvolfdi sér eftir aðra yfir skipið og sópaði öllu laus- legu af þilfarinu útbyrðis. Það gerði allt ennþá erfiðara viðureignar, að það var svo hrottalegur undirsjór eftir fárviðrið undan- farið, að við ekkert varð ráðið. Einn af há- setunum tók útbyrðis í einni holskeflunni, og eigi hið allra minnsta viðlit að reyna til að bjarga honum. „Hve lengi ætla Jressi ósköp yfir okkur að dynja?“ spurði Osborn skipstjóri yfir- stýrimanninn. „Lengur en svo, að „Tasmanía“ fái hald- ið það út, er eg því miður hræddur um,“ svaraði stýrimaður, og þó heldur drærnt. „En þú, Flink, hvað heldur þú?“ „Eg held, að aðalhættan, er að okkur steðjar, komi ofan frá. Mér lízt allt annað en vel á þessi þungbúnu þrumuský þarna uppi. Mér stendur ógn af þeirn, og er þeim slær saman, þá fer útlitið að. . . .“ Áður en Flink fengi talað út, leiftraði allt loftið í þrumum og eldingum, svo að hvaðanæva heyrðist brak og brestir, og í sömu andránni ætluðu skruggurnar alveg að æra skipshöfnina, og það brakaði svo í „Tasmaníu", að því var líkast sem hún væri öll að liðast í sundur. Menn hljóðuðu og æptu í óstjórnlegri skelfingu. Flvað hafði viljað til? Hvorki meira né minna en það, að eldingu hafði slegið niður í sigluna, svo að hún klofnaði og tættist í agnir, og skip- ið stóð í björtu báli. Þeir, er við stjórnina voru, stóðu sem steini lostnir 0? feruru eigd við neitt ráðið. Stórsiglan féll rambandi útbyrðis, og hið stóra, tignarlega skip var þarna allt í einu eins og hvert annað illa leikið rekald á hafinu.Á þiljum stóðu menn ráðalausir og allt lenti í fumi og ráðaleysi. Eigi varð þá neitt úr því, að eldur læsti sig í skipið, sem betur fór, því hinar æstu liolskeflur og stórsjóir, er jafnt og þétt skullu yfir það, kæfðu eldinn. En þó hið illa leikna skip þannig frelsaðist frá ham- förum eldsins, þá barst það þó um þarna á hafinu fyrir veðurofsanum og öldurót- inu, og þrátt fyrir allan áhuga og dugnað og framsýni hinna vösku stýrimanna, Flinks og Mackintoss, til þess að fá „Tasmaníu" Ueitt upp í vindinn, þá fengu þeir hana ekki til að láta að stjórn, unz Flink hug- kvæmdist að hlaupa eftir öxum og höggva niður smásiglureiðann. Þá fór „Tasmanía“ að láta betur að stjórn og varð loks beitt upp í vindinn. Það ætlaði nú sarnt að veit- ast skipshöfninni full erfitt að losa sig við smásiglureiðann og allt það drasl, er hon- um fylgdi, en með harðfvlgi og snarræði tókst þeirn þó loks, skipstjóra og stýrimönn- um hans, með röggsömum og ákveðnum fyrirskipunum sínurn til undirmannanna, að koma öllu í lag, svo að úr rættist og þeir voru úr allri yfirvofandi hættu. Nú fyrst gafst þeim tóm til að yfirlíta, hvað jressi voðalegi fellibylur hafði að verkum gert, og kom þá í ljós, að elding hafði orðið tveimur af skipverjum að bana, og tveir höfðu rotast, er framsiglan brotnaði. Nú voru því aðeins átta skipverjar eftir á lífi, auk þeirra skipstjóra og stýrimannanna, Mackintoss og Flinks. V. KAPÍTULI Hvern endir cetlar petta að hafa? Það er alkunnugt um sjómenn, að þeir setja æru sína í að brjótast sjálfir fram úr
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.