Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Side 109
N. Kv.
FLINK STÝRIMAÐUR
99
öllu því rekaldi úr skipinu, er við fáum
yfir komist, einkurn nothæfum plönkum
og öðrum trjáviði, er okkur að gagni rná
koma. Það er nauðsyn á að bjarga öllu slíku
undan sjó, áður en það tekur út aftur.“
'Þessu var slegið föstu, og að borðhaldi
loknu héldu þeir til strandar. Flink hafði
með sér sterkan kaðal, til þess að bregða
á og draga upp á stærstu trén og plankana,
senr þeir eigi réðu við á annan hátt, enn-
frernur tunnur þær og kassa, er á land
kynftu að hafa skolazt. Um var að gera að
draga allt undan sjó, svo að engu skolaði út
aftur. Þetta var erfitt verk, en það var líka
rnargt og mikið, sem þeir þannig björguðu
undan, er dagur þraut og eigi var hægt að
draga rneira undarr sjó þennan daginn. Þeg-
ar lreim að tjaldstað kom, var segldúkurinn
og sængurfatnaðurinn þurr orðinn, og
brátt var tjaldið komið upp aftur, enn
rammbyggilegra en áður.
Næsta dag var veður hið fegursta, glaða
sólskin og heiðríkja, og engin bára við
ströndina. Nú hjálpaði Villi til að bjarga
og draga undan sjó.
„Hvað er það, sem þarna er á floti?“
spurði Villi og benti á eitthvert rekald rétt
við landið. Það líktist ekki tunnu, og planki
var það eigi.
„Hvað það er? Það skal eg segja þér,“
sagði Flink. „Það er kýrin!“
Nú sáu þeir feðgar einnig greinilega, að
þarna var vesalings kýrin. Og allt í kring-
um hana var fullt af hákörlum, sem auð-
sjáanlega vildu ná sér í svona lostætan bita.
Dagarnir liðu, og alltaf var nóg að gera
við að bjarga undan ýmsu rekaldi úr skij)-
inu. Loks voru þeir feðgar einir um björg-
unina undan sjó, því Flink var nú farinn
að setja í stand bátinn, því nú stóð til að
fara að flytja byggðir sínar hinum megin
á eyna.
Frúin og stúlkan höfðu einnig nóg að
gera við að koma dóti sínu og búsáhöldum
fyrir í kistum og kössum, og loks — viku
eftir stórviðrið eftirminnilega — var allt
undir flutninginn búið. Eftir nokkrar bolla-
leggingar varð það að ráði, að þeir Flink
og Villi skyldu fara með annað tjaldið og
sængurfatnaðinn. Svo skyldu þeir sækja eld-
hússáhöldin, fatnað, tól og annað það nauð-
synlegasta. Grafton og sjölskylda hans og
stúlkan skyldu ganga gegnum skóginn til
síns verðandi heimilis. Smám saman skyldu
þeir Flink og Villi svo selflytja það, sem
eftir var af farangrinum.
Veðrið, sem þeir fengu í fyrsta flutningn-
um, gátu þeir eigi ákosið betra. Þegar Jreir
á drekkhlöðnum bátnum höfðu róið út úr
víkinni, dró Flink ujrp segl, og sigldu þeir
á tveimur tímum til austurstrandarinnar,
að oddanum, sem sundið lá í gegnum og
Jreir skyldu skríða hægt í gegnum. Oll var
leiðin nær sjö kvartmílum. Hægt og gæti-
lega var nú róið um sundið, og er lent var,
var í skyndi borið af bátnum. Flink bein-
línis hlakkaði til að setjast að á Jressum
yndisfagra stað. Flér voru þeir í hlé við
skóginn og myndu lítið hafa af óveðri og
byljum að segja.
Aður en aftur var lagt á stað til að sækja
annan flutning, brá Villi sér ujrp til að at-
liuga uppsjrrettuna, sem Flink áður hafði
fundið. Hún var nú barmafull af tærasta
uppsprettuvatni!
Það gekk nú eigi eins greiðlega að kom-
ast til baka, því nú var mótvindur og dálít-
ill barningur. Aftur á rnóti var bátkænan nú
tóm og því léttari í róðri. Þeir voru tvo tíma
á leiðinni heim, og áður en þeir lentu, sáu
Jjeir frúna og Tom í fjörunni, veifandi hvít-
um klútum til að fagna komu þeirra.
„Nú fer eg með ykkur næst,“ kallaði Tom
á móti Flink, er þeir lentu.
„Ferð með okkur,“ svaraði Flink. „Nei,
til þess ertu enn of ungur og óþroskaður,
að fara í svona ferðir.“
„Nei,“ sagði Júnó, „en þú gætir sjálfsagt
mjólkað geiturnar!"
„Húrra! Eg á að fara að mjólka geit-
13*