Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Side 111
N. Kv.
FLINK STÝRIMAÐUR
101
ann. „Þú ert heilsugóður og ern ennþá, og
ættir að geta lifað lengi,“ sagði Villi.
„Ungur má, en garnall skal,“ svaraði
Flink. „Eg er nú orðinn gamall sem á grön-
um má sjá, og hér á eynni á eg að bera bein-
in, um það er eg viss.“
Þau Villi og stúlkan þögðu og héldu á-
frarn að breiða tjalddúkana og grafa niður
hælana, er halda skyldu tjaldinu. Villi tók
svo fyrstur til máls:
„Mér dettur nú í hug, Flink minn, að
biðja þig að segja mér einhvern tíma ágrip
af ævisögu þinni og öllu því, er fyrir þig
hefir komið um dagana, allt frá því, er þú
varst drengur."
„Það skal eg með ánægju gera, en ekki
núna, því sem stendur liefi eg engan tíma til
þess, og þið eigi heldur tíma til að hlusta á
mig,- Innan tveggja stunda verðum við að
lialda heim. En nú er tjaldið komið upp, og
hvað liggur næst fyrir að gera?“
„Koma okkur upp eldstæði, svo að strax
verði hægt að sjóða mat og hita kaffi,“ sagði
Villi.
„Þú átt skilið að fá ,,ágcet.lega“ fyrir joessa
uppástungu þína,“ sagði Flink, glaður í
bragði. Þetta líkar mér, að hugsa vel ogrétt.
Þetta sama hafði mér dottið í hug. Þið
Júnó berið að grjót, meðan eg ber dótið úr
bátnum hingað upp.“
„En eigum við að sleppa kindunum og
geitunum lausum?" spurði Villi.
„Já, það gerum við; Jaær hlaupa varla
langt í burtu; hér eru of góðir hagar til
j>ess.“
Skömmu síðar var eldstæðið komið í
stand og búið að mjólka geiturnar og sleppa
þeim. Þau Villi og stúlkan lögð á stað heim
sömu leið og þau komu.
Einnig Flink lagði af stað, en á leiðinni
niður að bátnum sá hann skjaldböku. Hann
læddist að henni og velti henni á bakið.
Þar lá liún og gat ekki neina björg sér veitt.
„Við höfum þá i máltíð á morgun,“ sagði
Flink við sjálfan sig, er liann gekk niður að
bátnum. Svo greip hann til áranna og réri
heiin.
XVII. KAPÍTULI
Skjaldbökusúpa.
Þegar er ljómaði af næsta degi, var uppi
fótur og fit á öllum í tjöldunum. Seinasta
tjaldið var tekið niður og brotið sarnan og
ásamt rúmlatnaði komið fyrir í bátnum.
Ennfremur leirvara öll ot> borðbúnaður,
pottar og pönnur. Að síðustu voru hænsnin
borin út í, fjötruð saman svo að þau gátu
eigi brotist um.
Þegar )>úið var að hlaða bátinn, steig
Flink út í hann, dró upp segl og lagði af stað
til ákvörðunarstaðarins. Allir aðrir skyldu
ganga í gegnum skóginn, Villi á undan með
hundana á hælunum; svo Grafton með
yngsta barnið á handleggnum, síðan stúlk-
an með Karólínu litlu, en lestina rak frú-
in. og liélt í hendina á Tom, sem J>ó nokkuð
upp með sér sagðist gæta liennar mömmu
sinnar og hjálpa lienni, ef þyrfti. Þau litu
angurblíðum augum í seinasta sinn yfir
þennan stað, er eigi lengur skyldi vera
heimili j>eirra og síðan hurfu j>au inn í
skóginn. Nú var Flink lentur og liafði bund-
ið upp af bátnum, Hið fyrsta var að taka
skjaldbökuna, sem hann daginn áður hafði
lagt á hrygginn, svo hún kæmist eigi undan.
Nú drap hann hana og }>voði upp og bar
hana upp að eldstæðinu, fyllti pottinn af
vatni og bjó Iiana svo í pottinn og kynnti
eld. Ennfremur sauð hann nokkuð af sö!t-
uðu fleski með til drýginda. Nokkuð af
skjaldbökukjötinu hengdi hann upp til
þerris. Að J>essu loknu fór liann að bera af
bátnum. Fyrst bar hann upp hænsnin og
losaði þau úr fjötrunum og voru þau stirð
í fyrstu, en smáliðkuðust skjótt, og hlupu
og tíndu upp allt ætilegt, er á vegi þeirra
varð.
Að tveim tímurn liðnum var Flink búinn
að bera a!lt af bátnum og upp að eldstæði